Viktor Elí ráðinn verkefnastjóri hópfimleika.

Viktor Elí Sturluson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hópfimleika hjá fimleikadeild Fjölnis. Viktor Elí er ungur að árum en hefur mikla reynslu úr fimleikaheiminum. Viktor sem kemur úr Mosfellsbæ en hefur lengi æft hópfimleika og er hann meðal annars í landsliðshóp Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2022 sem fram fer í Lúxemborg. Viktor hefur reynslu af þjálfun á öllum flokkum í hópfimleikum en nú síðast var hann m.a þjálfari meistaraflokks Gróttu í hópfimleikum. Við óskum Viktori Elí til hamingju með starfið og hlökkum til samstarfsins.