Sigurður Ari Íslandsmeistari unglinga 2022

 

Um helgina fór fram Íslandsmót í áhaldafimleikum. Mótið fór fram í glæsilegri umgjörð í Versölum hjá Gerplu. Sigurður Ari Stefánsson og Davíð Goði Jóhannsson voru skráðir til leiks frá Fjölni en einnig átti Lilja Katrín Gunnarsdóttir að keppa en hún varð frá að hverfa vegna meiðsla. Á Íslandsmóti er keppt tvo daga í röð. Fyrri daginn fer fram keppni í fjölþraut og seinni daginn keppni á einstökum áhöldum. Á mótinu var keppt um 7 tilta í unglingaflokki karla og er skemmt frá því að segja að strákarnir okkar tóku þá alla með sér heim. Sigurður Ari sigraði með yfirburðum í fjölþraut auk þess að vinna 5 áhöld en Davíð Goði sigraði í æfingum á hringjum. Við erum einstaklega stolt af strákunum okkar og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

 

.