Mót síðustu þrjár helgar

Það hefur verið viðburðaríkt hjá fimleikadeild Fjölnis síðustu helgar en iðkendur deildarinnar hafa tekið þátt á ýmsum mótum, bæði í áhalda – og hópfimleikum.

7. – 8. maí 

Helgina 7. – 8. maí fór fram Þrepamót 3 sem haldið var í Fjölni og voru það bæði stelpur og strákar sem kepptu í 5. og 4. þrepi ásamt keppendum í Special Olympics flokki. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað allir keppendur skemmtu sér vel og stóðu sig með prýði.

 

21. – 22. maí 

Helgina 21. – 22. maí fór fram Mínervumót sem haldið var í Björk í Hafnarfirði og var Fjölnir með keppendur í 5. þrepi, 5. þrepi létt, 4. þrepi og landsreglum. 5. þrep keppti sem ein liðsheild á meðan 4. þrep og stúlkurnar í landsreglum kepptu í einstaklingskeppni. Allar stóðu þær sig frábærlega og geta svo sannarlega verið ánægðar með sig. 

Sömu helgi fór fram Vormót í hópfimleikum þar sem Fjölnir var með lið í 4. flokki (A og B deild) og 5 flokki (A deild). Liðin öll stóðu sig frábærlega vel og var gaman að sjá hvað skein af þeim á keppnisgólfinu.  

 

28. – 29. maí 

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót í hópfimleikum sem haldið var í Ásgarði, Garðabæ. Öll lið Fjölnis voru félaginu til sóma og stóðu sig virkilega vel.
2. flokkur – 2. sæti
KK eldri – 3. sæti
flokkur – 3. sæti 

Einnig fór fram Bikarmót í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum síðustu helgi en það mót var haldið í íþróttahúsi Gerplu og var stúkan full af stuðningsmönnum sem hvatti keppendur áfram.
Fjölnir átti karla lið sem hafnaði í 4. sæti.
Lilja Katrín keppti sem gestur á mótinu þar sem Fjölnir var ekki með lið í kvennaflokki, hún sýndi nýjar æfingar á mótinu og stóð sig afar vel. 

 

Við viljum óska öllum okkar keppendum til hamingju með frábæran árangur á síðustu mótum. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir af keppendum frá síðustu mótum.