Fjölnisungmenni í Úrvalshóp Frjálsíþróttasambandsins
Þrjú ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa verið valin í Úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands 15-19 ára. Þangað eru valin þau ungmenni sem hafa náð tilskyldum lágmörkum en að þessu sinni voru valin 44 ungmenni af öllu landinu.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu ungmennum og félögum þeirra í framhaldinu.
Fjölnir óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.
Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið
Ungmennafélagið Fjölnir styður kvennaverkfallið.
Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október nk., þar sem konur og kvár sem það geta, eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Baráttufundur er fyrirhugaður á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14:00 undir yfirskriftinni ”Kallarðu þetta jafnrétti?”
Ef einhverjar konur/stelpur/kvár sem vinna hjá félaginu, starfsfólk skrifstofu, Dalhúsa og eða þjálfarar vilja taka þátt í kvennaverkfallinu þriðjudaginn kemur 24. október í einhverjum af þeim viðburðum sem haldnir eru í tilefni dagsins þá biðjum við viðkomandi að senda póst á skrifstofa@fjolnir.is fyrir lok vinnudags í dag, mánudag. Einnig er það á ábyrgð þjálfara sem taka þátt að senda út boð á forráðamenn í gegnum XPS að æfing falli niður vegna þátttöku þjálfara í kvennaverkfallinu.

Samstarfssamningur gerður milli Dynjanda og handknattleiksdeildar Fjölnis
Það gleður okkur að kynna nýjan samstarfsaðila handknattleiksdeildar Fjölnis, Dynjanda, en merki þeirra verður á öxlum allra búninga handknattleiksdeildarinnar; meistaraflokka, yngri flokka Fjölnis og samstarfsflokka Fjölnis/Fylkis
Hér til hliðar má sjá Gunnar Val yfirþjálfara handknattleiksdeildarinnar ásamt Pétri Gísla frá Dynjanda við undirskrift samningnins.
Við þökkum Dynjanda kærlega fyrir og við hlökkum til samstarfsins!
Nýr hópleikur og Getraunakaffi Fjölnis
28/09/2023Knattspyrna,Félagið okkar
Nýr 10 vikna hópleikur hefst næstkomandi laugardag, 30. september (30. sept-9. des)
Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning félagsins: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).
Skráning fer fram á 1×2@fjolnir.is þar sem fram koma nöfn beggja liðsmanna, kennitala, sími, netfang og nafn á liðinu.
ATH! – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog
Félagsaðstaðan í Egilshöll (Miðjan hjá skrifstofu Fjölnis) verður opin milli kl. 10-12 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.
Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2 x832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.
Hér má finna reglur og frekari upplýsingar í leiknum: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/
Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið: https://www.facebook.com/groups/1299902466780921
Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin!

Haustmót ÍSS - Úrslit
Um liðna helgi fór haustmót ÍSS fram í Egilshöll og gekk það vel fyrir sig. Margir keppendur voru frá Fjölni á mótinu og voru allir til fyrirmyndar fyrir félagið og sjálft sig.
Árangurinn var flottur og voru margir keppendur sem komust á pall eftir keppni helgarinnar.
- Perla Gabríela tryggði sér 3.sætið í flokki 12 ára og yngri í félagalínunni.
Í flokkum ÍSS vantaði ekki upp á árangurinn.
- Í Intermediet Women voru tveir keppendur á palli. Rakel Sara tók 2.sætið og Tanja Rut tryggði sér 1.sætið.
- Arna Dís tryggði sér 2.sæti í Basic Novice.
- Elín Katla tryggði sér 1.sætið í Advanced Novice.
- Lena Rut tryggði sér 1.sætið í Junior Women.
- Júlía Sylvía tryggði sér 1.sætið í Senior Women
Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Að lokum viljum við þakka öllum sem lögðu sér leið í Egilshöll að fylgjast með mótinu sem og sjálfboðaliðum fyrir þeirra vinnu.
Haustmót ÍSS í Egilshöll - Dagskrá
Núna um helgina, 22.-24. september fer fram Haustmót ÍSS og er það haldið hjá okkur í Egilshöll.
Það verður frítt inn á mótið og því hvetjum við alla um að mæta og fylgjast með.
Það má sjá alla dagskrána og keppnisröð félagalínu fyrir neðan og ýtið hér til að sjá keppnisröð á Keppnislínu.
Dagskrá Haustmót ÍSS 22.-24. september 2023
*birt með fyrirvara um breytingar
Föstudagur 22. september
Opnar æfingar | |
19:00-19:15 | Heflun |
19:15-19:45 | Basic Novice + Int. Women |
19:45-20:15 | Adv. Novice + Junior + Senior |
20:15-20:30 | Heflun |
Laugardagur 23. September – húsið opnar 7:30
Keppni | |
09:00-09:06 | 8 ára og yngri – upphitun + keppni |
09:06-09:30 | 10 ára og yngri – upphitun + keppni 1 |
09:30-09:54 | 10 ára og yngri – upphitun + keppni 2 |
09:54-10:19 | 14 ára og yngri stúlkur upphitun + keppni 1 |
10:19-10:45 | 14 ára og yngri stúlkur upphitun + keppni 2 |
10:45-10:55 | 14 ára og yngri drengir upphitun + keppni |
10:55-11:05 | 15 ára og eldri drengir upph.+keppni |
10:05-11:20 | Heflun |
11:20-11:47 | 15 ára og eldri stúlkur upph. + keppni |
11:47-12:14 | 12 ára og yngri upph.+keppni 1 |
12:14-12:41 | 12 ára og yngri upph.+keppni 2 |
12:41-13:08 | 12 ára og yngri upph.+keppni 3 |
13:08-13:23 | Heflun |
13:23-13:27 | Upphitun Level 4 16-21 árs, Level 1 16-21 árs, Level 1 22 ára og eldri, Level 2 12-15 ára, Level 2 16-21 árs |
13:27-13:46 | Keppni Level 4 16-21 árs, Level 1 16-21 árs, Level 1 22 ára og eldri, Level 2 12-15 ára, Level 2 16-21 árs |
13:46-13:50 | Upphitun Level 3 11 ára og yngri, Level 3 16-21árs, Level 3 22 ára og eldri, Level 4 16-21 árs |
13:50-14:08 | Keppni Level 3 11 ára og yngri, Level 3 16-21árs, Level 3 22 ára og eldri, Level 4 16-21 árs |
14:08-14:15 | Heflun/hlé |
14:15-14:45 | Verðlaunaafhending af ís |
Laugardagur 23. september – framhald
Keppni | |
15:15-15:59 | SP – Advanced Novice upph+keppni |
15:59-16:21 | SP- Junior upph+keppni |
16:21-16:33 | SP – Senior upph+keppni |
16:33-16:48 | Heflun |
16:48-17:32 | Basic Novice Girls upph + keppni |
17:32-18:04 | Int. Women upph + keppni |
18:04-18:19 | Heflun |
18:30-18:45 | Verðlaunaafhending af ís |
Opnar æfingar | |
18:19-18:49 | Chicks + Cubs + Int. Novice |
18:49-19:04 | Heflun |
Sunnudagur 24. September – húsið opnar 07:00
08:30-08:56 | Cubs Unisex upph + keppni |
08:56-09:18 | Chicks Unisex upph + keppni |
09:18-09:56 | Int. Novice upph + keppni |
09:56-10:11 | Heflun |
10:11-11:00 | FS – Advanced Novice |
11:00-11:22 | FS – Junior |
11:22-11:32 | FS – Senior |
11:50-12:15 | Verðlaunaafhending á ís |
12:15-12:30 | Heflun |
12:30-13:30 | #Beactive |
Haustmót 2023
Keppnisröð – Félagalína
Flokkur:8 ára og yngri stúlkur
1Freyja Sif Stefánsdóttir
Flokkur:10 ára og yngri stúlkur
1 Helen Chi Linh Khong
2 Maxime Hauksdóttir
3 Málfríður Sólnes Friðriksdóttir
4 Elsa Kristín Konráðsdóttir
5 Hrafnkatla Ylja Patriarca Kruger Karlsdóttir
6 Unnur Harðardóttir
7 Sóley Ingvarsdóttir
8 Elinborg Jóhanna Björnsdóttir
9 Salka Ulrike Árnadóttir
10 Rafney Birna Guðmundsdóttir
Flokkur:12 ára og yngri stúlkur
1 Inga Dís Friðþjófsdóttir
2 Perla Gabriela G. Ægisdóttir
3 Bryndís Halldóra Stefánsdóttir
4 Carmen Sara Davíðsdóttir
5 Elín Ösp Hjaltadóttir
6 Ísafold Esja Birkisdóttir
7 Kristbjörg Heiða Björnsdóttir
8 Jóhanna Harðardóttir
9 Klara Marín Eiríksdóttir
10 Elísabet Ebba Jónsdóttir
11 Steinunn Embla Axelsdóttir
12 Una Lind Otterstedt
13 Svétlana Sergeevna Kurkova
14 Íris Birta Agnarsdóttir
15 Sigrún Karlsdóttir
16 Sóley Kristina Mencos
17 Unnur H. Óskarsdóttir
Flokkur:14 ára og yngri stúlkur
1 Sonia Laura Krasko
2 Lilja Harðardóttir
3 Jenný Lind Ernisdóttir
4 Sara Laure Idmont Skúladóttir
5 Luna Lind Jónsdóttir Castro
6 Rakel Rós Jónasdóttir
7 Júlía Kristín Eyþórsdóttir
8 Snæfríður Arna Pétursdóttir
9 Ágústa Fríður Skúladóttir
Flokkur:14 ára og yngri drengir
1 Baldur Tumi Einarsson
Flokkur:15 ára og eldri konur
1 Helga Kristín Eiríksdóttir
2 Júlía Lóa Unnard. Einarsdóttir
3 Sólveig Birta B. Snævarsdóttir
4 Ása Melkorka Daðadóttir
5 Ísabella María Jónsd. Hjartar
Flokkur:15 ára og eldri karlar
1 Marinó Máni Þorsteinsson
Keppendalisti Keppnislína
Nafn | Félag | Flokkur |
Elisabeth Rós G. Ægisdóttir | Fjölnir | Chicks Unisex |
Ólöf Marý Jóhannsdóttir | LSA | Chicks Unisex |
Eva Sóley Guðjónsdóttir | SR | Chicks Unisex |
Helena Björg Halldórsdóttir | SR | Chicks Unisex |
Ronja Valgý Baldursdóttir | LSA | Cubs Unisex |
Elín Magna Skúladóttir | SR | Cubs Unisex |
Arndís Sofia B. Benjamínsdóttir | SR | Cubs Unisex |
Dimmey Imsland | SR | Cubs Unisex |
Zandile Mia Mbatha | SR | Cubs Unisex |
Tanja Rut Guðmundsdóttir | Fjölnir | Intermediate Women |
Þórunn Lovísa Löve | Fjölnir | Intermediate Women |
Rakel Sara Kristinsdóttir | Fjölnir | Intermediate Women |
Ágústa Ólafsdóttir | SR | Intermediate Women |
Selma Ósk Sigurðardóttir | SR | Intermediate Women |
Arna Dís Gísladóttir | Fjölnir | Basic Novice Girls |
Ermenga Sunna Víkingsdóttir | Fjölnir | Basic Novice Girls |
Sóley Björt Heimisdóttir | Fjölnir | Basic Novice Girls |
Helga Mey Jóhannsdóttir | LSA | Basic Novice Girls |
Ylfa Rún Guðmundsdóttir | LSA | Basic Novice Girls |
Arína Ásta Ingibjargardóttir | SR | Basic Novice Girls |
Elysse Marie Alburo Mamalias | SR | Basic Novice Girls |
Kristina Mockus | SR | Basic Novice Girls |
Bára Margrét Guðjónsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Elín Ósk Stefánsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Ilma Kristín Stenlund | SR | Intermediate Novice Girls |
Jóhanna Valdís Branger | SR | Intermediate Novice Girls |
Kolbrún Jóhanna Sveinsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir | SR | Intermediate Novice Girls |
Berglind Inga Benediktsdóttir | Fjölnir | Advanced Novice Girls |
Elín Katla Sveinbjörnsdóttir | Fjölnir | Advanced Novice Girls |
Elva Ísey Hlynsdóttir | Fjölnir | Advanced Novice Girls |
Sædís Heba Guðmundsdóttir | LSA | Advanced Novice Girls |
Helena Katrín Einarsdóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Indíana Rós Ómarsdóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Katla Karítas Yngvadóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Sólveig Kristín Haraldsdóttir | SR | Advanced Novice Girls |
Lena Rut Ásgeirsdóttir | Fjölnir | Junior Women |
Freydís Jóna J Bergsveinsdóttir | LSA | Junior Women |
Dharma Elísabet Tómasdóttir | SR | Junior Women |
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir | Fjölnir | Senior Women |
Keppendalisti Félagalína
Freyja Sif Stefánsdóttir | SR | 8 ára og yngri |
Unnur Harðardóttir | Fjölnir | 10 ára og yngri |
Helen Chi Linh Khong | Fjölnir | 10 ára og yngri |
Maxime Hauksdóttir | Fjölnir | 10 ára og yngri |
Elínborg Jóhanna Björnsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Elsa Kristín Konráðsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Rafney Birna Guðmundsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Sóley Ingvarsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Málfríður Sólnes Friðriksdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Hrafnkatla Ylja P. K. Karlsdóttir | SR | 10 ára og yngri |
Salka Ulrike Árnadóttir | SR | 10 ára og yngri |
Perla Gabriela G. Ægisdóttir | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Una Lind Otterstedt | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Inga Dís Friðþjófsdóttir | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Steinunn Embla Axelsdóttir | Fjölnir | 12 ára og yngri |
Kristbjörg Heiða Björnsdóttir | LSA | 12 ára og yngri |
Bryndís Halldóra Stefánsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Svétlana Sergeevna Kurkova | SR | 12 ára og yngri |
Carmen Sara Davíðsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Sigrún Karlsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Unnur H. Óskarsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Íris Birta Agnarsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Jóhanna Harðardóttir | SR | 12 ára og yngri |
Klara Marín Eiríksdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Sóley Kristín Mencos | SR | 12 ára og yngri |
Elín Ösp Hjaltadóttir | SR | 12 ára og yngri |
Elísabet Ebba Jónsdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Ísafold Esja Birkisdóttir | SR | 12 ára og yngri |
Marinó Máni Þorsteinsson | Fjölnir | 15 ára og eldri karlar |
Baldur Tumi Einarsson | SR | 14 ára og yngri drengir |
Rakel Rós Jónasdóttir | Fjölnir | 14 ára og yngri stúlkur |
Júlía Kristín Eyþórsdóttir | Fjölnir | 14 ára og yngri stúlkur |
Lilja Harðardóttir | Fjölnir | 14 ára og yngri stúlkur |
Jenný Lind Ernisdóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Ágústa Fríður Skúladóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Sara Laure Idmont Skúladóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Snæfríður Arna Pétursdóttir | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Sonia Laura Krasko | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Luna Lind Jónsdóttir Castro | SR | 14 ára og yngri stúlkur |
Ása Melkorka Daðadóttir | SR | 15 ára og eldri |
Helga Kristín Eiríksdóttir | SR | 15 ára og eldri |
Ísabella María Jónsd. Hjartar | SR | 15 ára og eldri |
Sólveig Birta B. Snævarsdóttir | SR | 15 ára og eldri |
Júlía Lóa Unnard. Einarsdóttir | SR | 15 ára og eldri |
Tanya Rós Sigurbjörnsdóttir | Öspin | Level 1 16-21 árs |
Védís Harðardóttir | Öspin | Level 1 16-21 árs |
Snædís Egilsdóttir | Öspin | Level 1 22 ára og eldri |
Bjarki Rúnar Steinarsson | Öspin | Level 1 22 ára og eldri |
Hulda Björk Geirdal Helgadóttir | Öspin | Level 2 12-15 ára |
Fatimata Kobre | Öspin | Level 2 16-21 árs |
Helga Júlía Árnadóttir | Öspin | Level 3 11 ára og yngri |
Nína Margrét Ingimarsdóttir | Öspin | Level 3 16-21 árs |
Jóhanna Sigurðardóttir Teuffer | Öspin | Level 3 22 ára og eldri |
Sóldís Sara Haraldsdóttir | Öspin | Level 4 16-21 árs |
Frábær ferð á Granollers cup
30 stelpur úr 3. og 4. flokk Fjölnir- Fylkis í handbolta héldu til Santa susana á Spáni í byrjun júlí þar sem liðin tóku þátt í alþjóðlega handboltamótinu Granollers Cup. Stelpurnar voru með tvö lið sem kepptu í U16 og eitt lið í keppni U18. Frábær liðsandi, barátta og leikgleði skein í gegn alla ferðina og voru stelpurnar félaginu sínu til sóma.
Hér til hliðar eru nokkrar myndir frá ferðinni.
Júlía á Junior Grand Prix í Tyrklandi
06/09/2023Listskautar
Júlía á Junior Grand Prix í Tyrklandi
Júlía Sylvía og Benjamín lögðu af stað í gærmorgunn til keppni á Junior Grand Prix móti í Istanbul, Tyrklandi. Í dag var dregið í röðina um hvenær Júlía stígur á stokk og verður hún seinust af 35 keppendum. Verður seinasta upphitunin fyrir hennar innkomu klukkan 12:26 og á Júlía að skauta klukkan 13:03.
Hægt verður að horfa á keppnina á YouTube síðu ISU, https://www.youtube.com/watch?v=WMofnsKWw1o, og mælum við með því að stilla inn á síðuna tímanlega svo þið missið ekki af þessari veislu!
#FélagiðOkkar

Fjórar frá Fjölni á fyrsta "Stockholms Ladies" skákmótinu
Skáksamband Stokkhólms bauð Skákdeild Fjölnis að senda þátttakendur á skákhátíðina Stockhloms Ladies Weekend sem haldin verður í fyrsta skipti nú um helgina 2. – 3. sept.
Skákdeild Fjölnis tók boðinu og sendir til leiks fjórar skákkonur sem flugu út í morgun, föstudag. Þetta eru þær Tinna Kristín Finnbogadóttir, Liss Acevedo Méndez, Sigríður Björg Helgadóttir og Sóley Kría Helgadóttir. Tefldar verða 7 umferðir á mótinu með 30 +10 sek. umhugsunartíma. Fjórar skákir á morgun laugardag og þrjár á sunnudag. Það er skáksamband Stokkhólmsborgar sem stendur fyrir þessari kvennaskákhátíð og væntir þess að viðburðurinn verði árlegur. Þau Tomas Silfver og Pía Cramling fv. heimsmeistari kvenna eru í forsvari hátíðarinnar en þau þekkja bæði vel til þeirrar breiddar stúlkna og kvenna sem tefla undir merkjum Skákdeildar Fjölnis.
Skákdeild Fjölnis hefur 20. starfsárið - Boðið upp á fimmtudagsæfingar
Skákæfingar Fjölnis fyrir grunnskólakrakka hefjast 7. september og verða framvegis hvern fimmtudag í Rimaskóla frá kl. 16.30 – 18.00. Gengið inn um íþróttahús Rimaskóla. Æfingarnar eru ókeypis en miðað er við að þátttakendur þekki mannganginn og grunnatriði skáklistarinnar.
Í skákhléi er boðið upp á veitingar og í lok hverrar æfingar eru afhent verðlaun og dregið í happadrætti.
Skákdeild Fjölnis er að hefja sitt 20. starfsár. Allt frá fyrstu tíð hafa skákæfingarnar verið mjög vinsælar bæði meðal drengja og stúlkna. Öllum áhugasömum er bent á Facebook síðu Skákdeildar Fjölnis en þar er að finna upplýsingar um skákstarfið í Grafarvogi.
Umsjón með fimmtudagsæfingunum hefur Helgi Árnason formaður Skákdeildar Fjölnis og hefur hann sér góða leiðbeinendur og aðstoðarmenn
Skák er skemmtileg.
