Opinn upplýsingafundur Íshokkídeildar Fjölnis

Skrifstofa Fjölnis býður forráðamönnum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum íshokkídeildar Fjölnis á upplýsingafund fimmtudaginn 26. janúar kl. 18:00 í fundarrými félagsins í Egilshöll (Miðjan).


Kosningar í stjórnir - Aðalfundir Deilda

Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?

Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.

Helstu verkefni stjórna eru:

  • Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
  • Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
  • Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
  • Uppsetning æfingagjalda
  • Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
  • Sækja um styrki fyrir deildina
  • Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
  • Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
  • Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
  • Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.

FormaðurFormaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.

GjaldkeriGjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.

Ritari
Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.

MeðstjórnendurMeðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.

Skrifstofa Fjölnis sér um:

  • Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
  • Allar fjárreiður
  • Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í skráningarkerfi félagsins
  • Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
  • Skráningar og aðstoð við skráningar
  • Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
  • Yfirferð og afstemming á bókhaldi
  • Búningasamninga
  • Samskipti í erfiðum málum

Kosið verður um þá aðila sem hljóta sæti í stjórnum á aðalfundum hverrar deildar fyrir sig.

Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar!

Til að gefa kost á sér þarf að senda tölvupóst á netfangið: gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund. Hér að neðan má sjá tímasetningar á fundum hverrar deildar fyrir sig.

Tímasetningar aðalfunda eru eftirfarandi:

06.02.2023 kl. 18:00 – Skákdeild

06.02.2023 kl. 20:00 – Frjálsíþróttadeild

08.02.2023 kl. 18:00 – Fimleikadeild

08.02.2023 kl. 20:00 – Íshokkídeild

09.02.2023 kl. 18:00 – Körfuboltadeild

09.02.2023 kl. 20:00 – Sunddeild

13.02.2023 kl. 17:00 – Knattspyrnudeild

15.02.2023 kl. 18:00 – Listskautadeild

15.02.2023 kl. 20:00 – Karate

16.02.2023 kl. 18:00 – Handbolti

20.02.2023 kl. 19:30 – Tennis (í Tennishöllinni, Kópavogi)


Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023

Sigur í öðrum leik á Reykjavíkurmótinu 2023.

Meistaraflokkur kvenna vann 4-2 sigur gegn ÍR í Egilshöll í gærkvöldi.

Mörk liðsins skoruðu þær Anna María Bergþórsdóttir á 9.mínútu, Aníta Björg Sölvadóttir á 68 mínútu, Harpa Sól Sigurðardóttir á 90 mínútu og Adna Mesetovic á uppbótatíma 91.mínútu.

Lið Fjölns: Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Hrafnhildur Árnadóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Elvý Rut Búadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Lovísa María Hermannsdóttir, Guðlaug Ásgeirsdóttir, Oddný Sara Helgadóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður). Ísabella Sara Halldórsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Alda Ólafsdóttir, Adna Mesetovic, Harpa Sól Sigurðardóttir, Þórunn Eva Ármann og Freyja Dís Hreinsdóttir.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni

Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2024. Alda, sem er fædd árið 1996 er uppalin FH-ingur, hefur leikið 146 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Alda mun einnig verða hluti af þjálfarateymi liðsins en hún mun stýra styrktarþjálfun. Þá á Alda yngri landsleiki að baki með U17 og U18.

Það er mikið fagnaðarefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

ÁFRAM FJÖLNIR

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023

Sigur í fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu 2023.

Meistaraflokkur kvenna vann góðan þriggja marka sigur gegn KR í Egilshöll í gærkvöldi.
Mörk liðsins skoruðu Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir á 26.mínútu, Oddný Sara Helgadóttir á 60.mínútu og Anna María Bergþórsdóttir á 85.mínútu.

Lið Fjölnis: Lovísa María Hermannsdóttir, Ólöf Kristjana Þorvaldsdóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Eva María Smáradóttir (Fyrirliði), Elvý Rut Búadóttir, Guðrún Bára Sverrisdóttir (Markmaður), Aldís Tinna Traustadóttir, Marta Björgvinsdóttir, Tinna Sól Þórsdóttir, Guðlaug Ársgeirsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir. Varamenn: Anna María Bergþórsdóttir, Odný Sara Helgadóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Petra Hjartardóttir, Þórunn Eva Ármann, Freyja Dís Hreinsdóttir og Alda Ólafsdóttir.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen


Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!

Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í U16 ára landsliðshópinn!

Fjölnisstúlkan Aldís Tinna Traustadóttir hefur verið valin í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman 18.-20. janúar!

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, tilkynnti valið í hópinn í upphafi mánaðarins. Liðið mun æfa saman í Miðgarði í Garðabæ.

Við óskum Aldísi Tinnu góðs gengis með landsliðshópnum!

Fjölnir Knattspyrna #FélagiðOkkar


TÆKNINÁMSKEIÐ MEÐ LUKA HEFST 22. JANÚAR

Það er óhætt segja að fyrsta tækninámskeið okkar hafi heppnast gríðarlega vel, það var mikill metnaður, gleði og frábært andrúmsloft á æfingum. Krakkarnir voru að gera frábæra hluti og sýndu framfarir í þeim tækniatriðum sem voru kennd.
Ýmislegt var krefjandi og krakkarnir þurftu að leggja mikið á sig til að ná valdi á tækniatriðunum.
Brosið fylgdi öllum tækniæfingum vegna þess að það heppnast alltaf eitthvað af atriðum/æfingum sem voru lögð fyrir krakkana.
Við þökkum kærlega leikmönnum og foreldrum fyrir frábært námskeið.

Námskeið nr. 2 byrjar 22. janúar og mun standa í 2 mánuði, á námskeiðinu ætlum við að kenna skot og langar sendingar.
Fótboltasérfæðingar segja að skottækni sé grunnundirstaða í öllum spyrnum fótboltans: löngum sendingum, fyrirgjöfum, innanfótsendingum … Þeir leikmenn sem ná valdi á skottækni munu auðveldega læra allar aðrar spyrnur í  fótboltanum.  Í gegnum tíðina hef ég (Luka) mælt framfarir leikmanna í skottækni og niðurstaða mælinga er sú að leikmenn 15 ára og eldri bættu sig um 35-75% en leikmenn 10-14 ára bættu sig 140 – 380%.  Mælingar sýna að kenning Arséne Wenger hefur mikið að segja, en kenning hans snýr að því að krakkar á þessum aldri eru móttækilegastir að læra tækniatriði.

Á námskeiðinu veður haldinn fyrirlestur um einstaklingsatriði sem eru kennd og æfingar munu fara fram eingöngu innandyra. Takmarkaður fjöldi verður í boði.

Skráning fer fram HÉR

Kær kveðja,
Luka og þjálfarar


HM TIPPLEIKUR FJÖLNIS

HM TIPPLEIKUR FJÖLNIS


–>> SMELLA HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT! <<–

Reglur og upplýsingar í hópleik:

  1. Leikurinn er öllum opinn sem vilja taka þátt.
  2. Leikurinn fer fram undir einkadeildinni #FélagiðOkkar á https://leikir.betra.is/.
  3. Þátttakendur stofna aðgang á síðunni og fá upplýsingar sendar um einkadeildina frá félaginu eftir að greiðsla berst.
  4. Skráningafrestur er til miðnættis 10. janúar.
  5. Opnunarleikurinn á mótinu er 11. janúar kl. 20:00 þegar Frakkland og Pólland mætast.
  6. Þátttakendur geta látið kerfið giska sjálfvirkt.
  7. Þátttökugjald er 1.500 kr.
  8. Mikilvægt er að skrá sig í skjalið hér að ofan, einnig hægt að opna þessa slóð https://forms.office.com/e/7Fh1K5Py2m.
  9. Kerfið sér um að reikna út stigin.
  10. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin.

Vinsamlega millifærið á eftirfarandi:
Upphæð: 1.500 kr.
Rkn: 0114-26-155
Kt: 631288-7589
Kvittun: vidburdir@fjolnir.is

Verðlaun fyrir efstu þrú sætin:
1. sæti – Landsliðstreyja frá Andreu Jacobsen

2. sæti – Fjölnir stuðningsmannatrefill og prjónahúfa með dúsk

3. sæti – PUMA bakpoki með boltaneti


Viltu taka þátt í stjórnarstörfum?

Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.

Tillögur að formanni og stjórnarmönnum þurfa að berast til gummi@fjolnir.is ekki seinna en 5 dögum fyrir aðalfund. Nánari upplýsingar um tímasetningar koma á næstu dögum.

Hefur þú áhuga á stjórnarstörfum?

Verkefni stjórna geta verið mismunandi milli deilda og eftir eðli starfsemi deildarinnar.

Helstu verkefni stjórna eru:

  • Miðla upplýsingum og fyrirspurnum á réttan veg milli skrifstofu, þjálfara, foreldra
  • Passa að öll skipulagsvinna sé unnin tímanlega og upplýsingum skilað inn til skrifstofu á réttum tíma, sbr. æfingagjöld, sumarnámskeið, sérstök námskeið, fréttir sem deildin vill vekja athygli á.
  • Þátttaka í fjáröflunum deildarinnar og félagsins
  • Uppsetning æfingagjalda
  • Ráðningar þjálfara, í samvinnu við framkvæmdastjóra félagsins
  • Sækja um styrki fyrir deildina
  • Virkja foreldra og sjálfboðaliða í félagsstarfið
  • Veita aðhald og ábyrgð á rekstri deildarinnar
  • Þáttaka í mótun uppeldis- og afreksstefna í samvinnu við þjálfara og starfsfólk deildarinnar
  • Skipuleggja og sjá um að manna sjálfboðaliða á mót og viðburði á vegum deildarinnar.

FormaðurFormaður er verkstjóri deildarinnar. Hann sér um samskipti við aðalstjórn og skrifstofu Fjölnis sem lúta að rekstri og umhverfi deildarinnar. Hann er oft aðaltengiliður deildarinnar við sérsambönd.

GjaldkeriGjaldkerar hafa sýniaðgang á reikninga deildarinnar og bera ábyrgð á að gera fjárhagsáætlanir og fylgja þeim eftir. Gjaldkerar halda utan um fjárhag deilda og senda inn beiðnir til skrifstofu um launagreiðslur og aðrar greiðslur.

Ritari

Ritarar sjá um að halda utan um skjöl deildarinnar sem og rita fundargerðir á stjórnarfundum.

MeðstjórnendurMeðstjórnendur taka að sér tilfallandi verkefni sem formaður heldur utan um. T.d. aðstoð og skipulag við mótahald eða aðra viðburði.

Skrifstofa Fjölnis sér um:

  • Sækja um og fá úthlutuðum æfingatímum í íþróttahúsum
  • Allar fjárreiður
  • Allt sem tengist æfingagjöldum og uppsetningar í Nóra
  • Uppfæra æfingatíma á fjolnir.is skv. upplýsingum þjálfara
  • Skráningar og aðstoð við skráningar
  • Að svara fyrirspurnum varðandi starfið
  • Yfirferð og afstemming á bókhaldi
  • Búningasamninga
  • Samskipti í erfiðum málum

Æfingatafla Karatedeildar

Opnað hefur verið fyrir skráningar fyrir vorönn 2023.

Æfingar byrjenda hefjast 4. janúar og býðst áhugasömum að sækja 2-3 tíma sér að kostnaðarlausu til að fá tilfinningu fyrir íþróttinni. Æfingar framhaldsiðkenda hefjast svo fimmtudaginn 5. janúar.

Meðfylgjandi er æfingatafla okkar fyrir vorið 2023.

Aldursskipting í byrjendahópa er gróflega eftirfarandi:
  • Byrjendur yngri: 5-9 ára (á 6. ári)
  • Byrendur eldri:  9 ára og upp
Þau sem æfðu í byrjendahópum í haust halda áfarm á sama tíma (sem byrjendur) á mánudögum og miðvikudögum.
Aldursskipting í framhaldshópa verður gróflega eftirfarandi :
  • Hópur 1 -börn yngri: 5 – 7 ára
  • Hópur 2 – börn eldri: 8 – 11 ára
  • Hópur 3 – unglinga: 12 – 15 ára
  • Hópur 4 – fullorðnir: 16 ára+
Hjá þeim sem eru búnir að vera í framhaldi í meira en eina önn fer skipting líka eftir þroska, líkamlegri og tæknilegri getu.
Æfingatímar karatedeildar vorið 2023