Breyttur símatími
Nú er símatími skrifstofunnar alla virka daga frá kl. 10:00-12:00 - 578-2700. Síðan er alltaf hægt að senda okkur tölvupóst á skrifstofa@fjolnir.is.
Minnum á að engin fylgd verður í haust
22/08/2023Fimleikar,Knattspyrna,Félagið okkar
Við vildum minna á það að engin fylgd verður á æfingar núna í haust. Sú ákvörðun var tekin að hætta með fylgd á æfingar en það voru margir þættir sem spiluðu þar inn í. Þar með talið hafði ekki tekist að tryggja nægt fjármagn. Verkefnið hafði aldrei verið gallalaust en síðastliðinn vetur komu upp nokkur mál sem vöktu okkur alvarlega til umhugsunar um öryggi barna sem eru í fylgdinni og teljum við það óásættanlegt að geta ekki tryggt öryggi þeirra í okkar umsjá.
Við viljum þakka Strætó, frístundaheimilunum hverfisins og annarra samstarfsaðila fyrir gott samstarf síðustu ár og við kveðjum þetta verkefni með miklum trega því upphaflega var markmiðið að stytta vinnudag barnanna og auka samverustundir fjölskyldunnar. Fylgdin kenndi iðkendum okkar að taka strætó á æfingar sem er gott veganesti inn í framtíðina og vonandi jók sjálfstæði þeirra.
Nýr skautastjóri
Nú í byrjun ágúst byrjaði nýr skautastjóri hjá listskautadeildinni og heitir hann Leifur Óskarsson. Leifur er 34 ára og hefur hann verið í kringum íþróttir frá blautu barnsbeini.
Seinustu 16 ár hefur Leifur verið að þjálfa handbolta og hefur hann því mikla reynslu á íþróttaumhverfinu og því sem fylgir. Hann hefur verið að þjálfa hjá handknattleiksdeild Fjölnis frá árinu 2021.
Hann er með B.Sc. í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og nú í vor kláraði hann MS gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
Við bjóðum hann velkominn til starfa með von um farsælt samstarf.

Októberfest Grafarvogs 7. október 2023

Októberfest Grafarvogs fer fram þann 7. október næstkomandi í Fjölnishöllinni í Egilshöll – húsið opnar kl. 19:00. Hægt verður að kaupa sér léttar veitingar á svæðinu. Beer-pong, lukkuhjól, happdrætti, skemmtiatriði og fjölbreytt afþreying verður í boði.
Fram koma:
Hreimur
Kristmundur Axel
Diljá
DJ Young G&T
Miðasala fer fram á midix.is: https://www.midix.is/is//eid/105/group/1
Fyrr um daginn fara fram árgangamót Knattspyrnu- og Körfuboltadeilda Fjölnis.
Knattspyrnumótið fer fram inni í Egilshöll milli kl. 09:00-13:00 og körfuboltamótið fer fram í Dalhúsum milli kl. 14:00-16:00. Árgangamótin eru tengd við Októberfest Grafarvogs og boðið verður upp á pakkadíla! Verðlaunaafhending og lokahóf verður á Októberfest um kvöldið.
Verð og pakkadílar
Árgangamót: 4.000 kr.
Októberfest: 7.990 kr.
Árgangamót + Októberfest: 9.990 kr. (sparar 2.000 kr.)
Skráning á árgangamótin fer fram í gegnum fyrirliða hvers árgangs fyrir sig í gegnum facebook grúbbur árgangamótanna sem má finna hér fyrir neðan:
Jónatan Guðni með U17!
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í Telki Cup æfingamóti sem fram fer í Ungverjalandi dagana 14. – 20. ágúst næstkomandi.
Liðið mætir Króatíu, Úsbekistan og Ungverjalandi.
Jónatan Guðni er lykilleikmaður 2.flokks þrátt fyrir að vera ennþá í 3.flokki ásamt því að vera í æfingahóp meistaraflokks karla.
Knattspyrnudeild Fjölnis óskar Jonna góðs gengis í þessu verkefni!

Þrír nýir leikmenn í meistaraflokk kvenna í knattspyrnu
Þrír leikmenn komu inn um gluggann í gær
Katrín Vilhjalmsdóttir er sóknarmaður sem kemur á láni frá Aftureldingu en Katrín er uppalin í 112.
Freyja Aradóttir er miðjumaður og kemur hún á láni úr efri byggðum Kópavogs eða liði fólksins HK.
Dúa Landmark er sóknarmaður sem kemur á láni frá Gróttu.
Bjóðum þær velkomnar í 112!
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um liðna helgi
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í Reykjavík um liðna helgi. Þar mætti Fjölnisfólk með 13 galvaska keppendur. Keppni stóð yfir í þrjá daga og stóð Fjölnisfólkið sig mjög vel. Uppskeran af medalíum varð 1 gull 🥇, 3 silfur🥈 og 6 brons 🥉. Verðlaunahafar Fjölnis á mótinu voru eftirtaldir:
Hæst ber að nefna hástökk kvenna en þar varð Helga Þóra Sigurjónsdóttir Íslandsmeistari með persónulegt met, stökk upp á 1.77m 🥇. Helga Þóra er með 8. besta árangurinn í kvennaflokki frá upphafi og einnig 11 cm frá Íslandsmeti í hástökki.
Guðný Lára Bjarnadóttir stórbætti sinn besta árangur í 800 m og hljóp á 2:18,89 og landaði bronsinu 🥉.
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir hljóp 400 m á hraðasta tíma sínum á árinu, 59,02 sek og varð í þriðja sæti 🥉 eftir harða keppni um annað sætið.
Katrín Tinna Pétursdóttur hreppti þriðja sætið í stangarstökki með árangurinn 2.82m.
Daði Arnarsson náði sér í tvö silfur á mótinu, í 800 m á tímanum 1:58,54 🥈og 400 m grindahlaupi á tímanum 57,09 sek 🥈sem er einungis 11 hundraðshlutum frá hans besta.
Kjartan Óli Ágústsson varð þriðji í 800 m á tímanum 1:59,56🥉.
Bjarni Anton Theódórsson hljóp 400m á 51,30 sek og varð í þriðja sæti 🥉.
Grétar Björn Unnsteinsson varð þriðji í stangastökki með persónulegt met 4.12m 🥉. Til gamans má geta að Grétar Björn er með 3. besta árangur í sínum aldursflokki (16-17 ára) frá upphafi og einungis 11 cm frá aldursflokkameti í stangarstökki.
Síðast en ekki síst tók karlasveit Fjölnis í 4×400 m silfurverðlaun þegar hún hljóp á 3:24,69 min, sveitina skipuðu Pétur Óli Ágústsson, Kjartan Óli Ágútsson, Daði Arnarsson og Bjarni Anton Thoódórsson 🥈.
Önnur úrslit má finna hér: http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=MI2023UTI&fbclid=IwAR2ijd3sDggnAia3_MBnLCEya_9tXxtsmN01PKUrZBgu_cHcJ60eLr_-T-M
Myndirnar hér að neðan voru fengnar frá FRÍ og fleiri myndir af mótinu má finna hér:
Fjölnir tók tvöfalt gull á USA Cup
3. flokkur karla Fjölnis í knattspyrnu hélt til Bandaríkjanna á USA Cup með fjögur lið, tvö 2008 lið og tvö 2007 lið.
2008 A-liðið komst í undanúrslit gegn Rush sem unnu svo mótið að lokum en liðið vann sinn riðill og spilaði frábæran fótbolta gegn sterkustu liðum mótsins í Gold keppni U15 deildarinnar.
2008 B-liðið vann einnig sinn riðill og unnu svo í 16-liða úrslitum og komust í 8-liða úrslit. Meiðsli settu strik sitt í reikninginn á mótinu hjá drengjunum en þrátt fyrir mikinn hita og að liðið hafði fáa skiptimenn þá var fótboltinn og liðsheildin hjá drengjunum til fyrirmyndar, mikill karakter sem býr í þessum geggjuðu strákum.
A-lið 3. flokks vann Gold keppnina í U16 keppninni og töpuðu ekki leik á leið sinni í úrslitin. Í úrslitum mættu þeir Progressive YSA akademíu frá New York sem er ein sú besta á landinu. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Fjölni og unnu þeir keppnina örugglega! Jónatan Guðni Arnarsson endaði markahæstur í keppninni með 10 mörk í 6 leikjum. Liðið skorað flest mörk og fékk á sig fæst af öllum þeim sem tóku þátt í U16 Gold.
B-lið 3. flokks vann einnig sína keppni en þeir voru í Bronze keppninni í U16. Í úrslitaleiknum mættu þeir Fusion SC og unnu þann leik 2-0 eftir miklar þrumur og eldingar þar sem hlé þurfti að gera á leiknum vegna þeirra. Aron Ernir endaði markahæstur í sinni keppni með 11 mörk í 6 leikjum.
Frábær árangur hjá 3. flokknum í Fjölni og er framtíðin björt í Grafarvoginum!
Körfuknattleiksdeild Fjölnis semur við Raquel Laneiro
Körfuknattleiksdeild Fjölnis semur við Raquel Laneiro
Raquel er 22 ára bakvörður. Kemur frá portúgal og er 170cm á hæð. Hún er landsliðsmaður í sínu heimalandi ásamt að hafa spila fyrir yngri flokka landsliðs
Raquel spilaði fyrir Njarðvík á síðasta tímabili og gerði þar vel. Hún var með 16 stig að meðaltali 5 fráköst og 6 stoðsendingar
Bjóðum Raquel velkomna í voginn
Körfuknattleiksdeild Fjölnis semur við Kristófer Má Gíslason
Fjönir hefur krækt í Kristófer Má Gíslason sem er 26 ára vængmaður sem hefur leikið stórt hlutverk með liði Skallagríms. Hann spilaði með Ármanni á síðustu leiktíð, er verulega góð þriggja stiga skytta og alhliða leikmaður.
Hann kemur til með styrkja ungt og gott lið Fjölnis mikið með reynslu sinni úr úrvalsdeildinni og 1. deild.
Nú er myndin að skýrast í Grafavoginum og Kristófer púsl í þeirri mynd að gera Fjölni að sterku liði næsta tímabil í 1. deildinni.
Við bjóðum Kristófer Má velkominn til okkar og væntum mikils af honum fyrir komandi átök.
