Landsliðsfréttir

Um miðjan október var landsliðsverkefni á vegum ÍSS á Diamond Spin mótinu í Katowice, Póllandi. Áttum við í Fjölni þrjá keppendur sem tóku þátt fyrir hönd Íslands á því móti en það voru Elín Katla í advanced novice flokki, Lena Rut í Junior flokki og Júlía Sylvía í Senior flokki.

Við óskum þeim til hamingju með valið í landsliðið!

Elín Katla endaði í 13.sæti með 77.25 stig í advanced novice flokkinum.
Lena Rut endaði í 12.sæti með 94.06 stig í Junior flokkinum.
Júlía Sylvía endaði í 3.sæti með 112.21 stig í Senior flokki.

Volvo Cup

Helgina 3.-5. nóvember fóru 8 keppendur á vegum Fjölnis á Volvo Cup í Riga, Lettlandi. Elva Ísey, Berglind Inga og Elín Katla kepptu í advanced Novice flokki. Ermenga Sunna, Sóley Björt og Arna Dís kepptu í basic Novice flokki. Lena Rut keppti í junior flokki og Júlía Sylvía í senior flokki.

Advanced Novice hópurinn fór fyrst á svellið af okkar keppendum. Berglind Inga endaði með því að fá 60.65 stig og endaði í 27.sæti, Elín Katla endaði með 83.27 stig og bætti sig frá bæði Haustmótinu sem haldið var í septmber sem og landsliðs verkefninu sem hún fór í í október. Endaði Elín í 10.sæti. Elva Ísey fékk 62.57 stig, bætti hún sig frá haustmótinu og endaði í 25.sæti á Volvo Cup.

Basic Novice hópurinn keppti á sunnudeginum. Arna Dís fékk 31.76 stig og endaði í 18.sæti, Ermenga Sunna var með 28.35 stig í 23.sæti og Sóley Björt fékk 19.04 stig í 29.sæti. Bættu þær sig allar frá því á Haustmótinu sem var haldið í september.

Junior og Senior flokkarnir fóru fram á föstudegi og laugardegi. Lena Rut fékk 106.10 stig og endaði hún í 19.sæti í Junior flokkinum. Júlía Sylvía fékk 127.94 stig og endaði í 8.sæti í Senior flokki. Bæði Lena og Júlía bættu sig frá haustmótinu sem og frá landsliðsverkefninu sem þær fóru í um miðjan október.

Allar stelpurnar fengu góða reynslu af þessum tveimur mótum seinasta mánuðinn og nýtist þeim klárlega fyrir framtíðarverkefni.

Skautaskólinn

Skautaskólinn hefur farið vel af stað og er góð stemming og góð mæting á þær æfingar. Algerir byrjendur eru að stíga sín fyrstu skref í listskautum í skautastkólanum ásamt þeim sem eru nýlega byrjuð og eru að þróa sína hæfni á skautum. Skautaskólinn er á miðvikudögum klukkan 16:20-17:00 og laugardaga klukkan 12:20-13:00. Hægt er að skrá sig í skautaskólann í gegnum XPS appið. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig er hægt að skrá sig hér.

Halloween skautapartí

Laugardaginn 4.nóvember héldum við svo Halloween skautapartí á skautasvellinu í Egilshöll. Það var góð mæting og var mjög skemmtilegt og hræðilegt á sama tíma hjá okkur og þeim sem lögðu leið sína til okkar. Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í Egilshöllina og höfðu gaman með okkur.

Hvað er framundan?

Það er nóg um að vera hjá okkur á næstunni fyrir utan auðvitað venjulegar æfingar. Íslandsmót ÍSS verður haldið á Akureyri helgina 24.-26. nóvember og munum við að sjálfsögðu senda keppendur þangað.

Það verður svo jólasýning hjá okkur 16. desember og vonumst við eftir því að sjá sem flest á þeirri sýningu. Hún verður auglýst þegar nær dregur og þá með meiri upplýsingum.

Nýr þjálfari

Eins og margir hafa vafalaust tekið eftir hóf nýr þjálfari störf hjá okkur í byrjun þessa tímabils. Hún Viktória Šabová kom til liðs við okkur frá Slóvakíu. Þar hafði hún verið að þjálfa seinustu ár ásamt því að hafa sjálf verið að æfa listskauta í yfir 12 ár.

Hún er ásamt því að vera þjálfari hjá okkur í fjarnámi í lögfræði við háskólann í Manchester.

Við erum mjög glöð með að hún hafi ákveðið að koma til liðs við okkur og er hún góð viðbót í þjálfara teymið okkar. Við bjóðum hana að sjálfsögðu velkomna til Íslands og í Fjölni!