Þrjú ungmenni úr frjálsíþróttadeild Fjölnis hafa verið valin í Úrvalshóp Frjálsíþróttasambands Íslands 15-19 ára. Þangað eru valin þau ungmenni sem hafa náð tilskyldum lágmörkum en að þessu sinni voru valin 44 ungmenni af öllu landinu.

Pétur Óli Ágústsson 16 ára – 100m og 200m

Pétur Óli hefur verið í stöðugum bætingum í sumar og hljóp hraðast 11,77 í 100m og 23,61 í 200m, sem er umtalsvert hraðar en hann hafði hlaupið áður.

Grétar Björn Unnsteinsson 17 ára – Stangastökk

Grétar Björn hefur átt mjög gott ár í stangarstökki, hann hefur hæst stokkið 4,24 m utanhúss í sumar en það hefur enginn annar U18 ára Íslendingur gert fyrr eða síðar.

Christina Alba Marcus Hafliðadóttir 16 ára – Þrístökk

Christina Alba stökk sig glæsilega inn í Úrvalshópinn með þrístökki uppá 10,98 m á Bikarmóti Íslands. En Christina Alba sem er líka mjög efnilegur langstökkvari er tiltölulega nýbyrjuð að stökkva þrístökk.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu ungmennum og félögum þeirra í framhaldinu.

Fjölnir óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.