Málmtæknimót Fjölnis

20 ára afmælismót Sunddeildar Fjölnis

 

Málmtæknimót Fjölnis verður haldið í Laugardalslaug, laugardaginn 24. nóvember 2018   Keppt verður í 25 metra laug í tveimur hlutum.

Keppnishlutar                     

Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 08:15 Mót kl. 09:00
Laugardagur 24. nóvember Upphitun kl. 14:00 Mót kl. 15:00

Verðlaunað samkvæmt aldursflokkum.

12 ára og yngri Meyja- og sveinaflokkur
13 – 14 ára Telpna- og drengjaflokkur
Þátttökuviðurkenning fyrir Hnokkar og Hnátur (10 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í hverjum aldursflokki í einstaklingreinum og boðsundum.
Verðlaunaafhending fer fram í loks hvers mótshluta og að auki fá allir 10 ára og yngri þátttöku viðurkenningu.

Mótið fer fram samkvæmt reglum FINA/LEN/IPC og SSÍ og er opið öllum 14 ára og yngri.

Hvetjum þjálfara til að skrá inn tíma þar sem við áskiljum okkur rétt til að takmarka

fjölda riðla í ákveðnum greinum og breyta tímasetningum ef með þarf.

 

Hver keppandi má taka þátt í mesta lagi 6 greinum á mótinu öllu.

 

Upplýsingar og úrslit frá mótinu verða birtar á heimasíðunni https://www.fjolnir.is/sund

Skráningargjald er 500 krónur fyrir einstaklingsgreinar og 800 krónur fyrir boðsundsgreinar.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 18. nóvember. og frestur til úrskráninga og breytinga er til fimmtudagsins 22. nóvember.

 

Skráningum skal skila sem Splash/hy-tek skrá á  sundmot.fjolnis@gmail.com

 

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jacky Pellerin, yfirþjálfari.  s:845-3156,  jacky@fjolnir.is
I. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 08:15, Keppni 09:00

 

01. grein - 200m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
02. grein - 200m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

03. grein - 100m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
04. grein - 100m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

05. grein - 50m flugsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
06. grein - 50m flugsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)
07. grein - 100m baksund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
08. grein - 100m baksund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

 

 

 

II. hluti - Laugadagur 24. nóvember - Upphitun 14:00, Keppni 15:00
09. grein - 50m baksund Meyja (12 ára og yngri)
10. grein - 50m baksund Sveina (12 ára og yngri)

11. grein - 100m bringusund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
12. grein - 100m bringusund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

13. grein - 200m fjórsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
14. grein - 200m fjórsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

15. grein - 100m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)
16. grein - 100m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun verða veitt á meðan á móti stendur í hinum enda laugarinnar

17. grein - 4 x 50m skriðsund Telpna/Meyja (13-14 ára og 12 ára og yngri)

18. grein - 4 x 50m skriðsund Drengja/Sveina (13-14 ára og 12 ára og yngri)

Verðlaun grein 17.-18.

 

 

Með sundkveðju
Stjórn Sunddeildar


Hörku spennandi leikslok í viðureign Bjarnarins og SR

Í viðureign Bjarnarins og SR í gær mættu SR-ingar sterkir til leiks og sýndu að þeir voru alveg með á nótunum með því að skora tvö mörk á fyrstu mínútunni. Þeir bættu svo um betur með tveimur mörkum til viðbótar í fyrsta leikhluta. Bjarnarmenn voru hins vegar seinir að taka við sér og var staðan 0-4 fyrir SR eftir fyrstu lotu.

Bjarnarmenn vöknuðu aðeins í leikhlé og mættu einbeittari til leiks í upphafi annar lotu og börðust vel og drengilega í gegnum alla lotuna. Ekki var mikið um mörk en þó átti Kristers Bormanis fyrstamark Bjarnarmanna með stoðsendingu frá Róberti Pálssyni. Því miður minkaði munurinn á mörkum ekkert því tæpum tíu mínútum áður höfðu SR-ingar nælt sér í eitt mark í viðbót. Staðan eftir lotuna var því 1-5 fyrir SR.

Þrátt fyrir mikinn markamun létu Bjarnarmenn það ekki á sig fá og komu tví (eða þrí) efldir til leiks í síðust leiklotu. Þetta var hörkuspennandi lota og sýndu strákarnir virkilega hvað í þeim býr þegar þeir röðuðu inn fimm mörkum á þrettán mínútum. Annað mark Bjarnarins skoraði Viktor Svavarsson með stoðsendingu frá Kristers Bormanis og kom stöðunni í 2-6, eftir leikhlé sem SR-ingarnir tóku sýndi Hjalti hvað í sér býr og skoraði þriðja mark Bjarnarins með stoðsendingu frá Edmunds og Jóni Alberti, sex mínútum síðar var það svo aftur Kristers sem var að verki og skoraði fjórða markið án stoðsendingar. Mínútu síðar kom Ólafur Björnsson með fimmta mark Bjarnarmanna með stoðsendingu frá Ingþóri Árnasyni og tveimur mínútum eftir það jafnaði Kristers leikinn 6-6 með stoðsendingu frá Ólafi Björnsyni.

Leikurinn endaði í framlengingu þar sem liðin léku þrír á þrjá og fyrsta mark varð sigurmark. Þrátt fyrir hörku og þrautsegju í strákunum tókst þeim ekki að innsigla sigurinn og fengu SR-ingar fyrsta markið í framlengingu og loka staðan því 6-7 fyrir SR-ingum.

Við þökkum Sr-ingum fyrir heimsóknina og hörku spennandi og skemmtilegan íshokkíleik.


Fréttir yngri flokka

Mikið hefur verið um að vera hjá yngri flokkum deildarinnar síðustu helgar. Fjölliðamót HSÍ hófust í október og iðkendur hafa sýnt miklar framfarir og áhuginn eykst viku eftir viku.

BUR stóð fyrir átaki í yngri flokkum í samvinnu við frístundaheimili Grafarvogs, svokallað "frístundafjör". Hátt í 200 börn í 1. og 2. bekk fengu að kynnast handbolta undir leiðsögn þjálfara deildarinnar og leikmanna meistaraflokkanna okkar.

Vinavikur fóru fram samhliða frístundafjöri og gafst það verkefni vel.

 

8. flokkur

Iðkendur í Egilshöll og Hamraskóla mættu með sameiginlegt lið á fyrsta mót vetrarins í Mosó. Miklar framfarir sáust á iðkendunum og stóðu þau sig mjög vel innan sem utan vallar. Við hvetjum alla áhugasama að kíkja á æfingu hjá Elínu og Berglindi :)

 

7. flokkur

Helgina 12. - 14. október fór fram fyrsta mótið í vetur hjá 7. flokki karla. Það var frábær þátttaka og alls tóku fjögur lið frá Fjölni þátt á mótinu. Öll liðin stóðu sig frábærlega og var spilamennskan þeirra til fyrirmyndar. Miklar framfarir sáust hjá leikmönnum á milli leikja.

Við í Fjölni eigum svo sannarlega framtíðarstjörnur í handbolta. Sömu helgi fór fram fyrsta mótið í vetur hjá 7. flokki kvenna. Stelpurnar stóðu sig heldur betur vel og eiga hrós skilið fyrir flotta spilamennsku.

Það er alltaf pláss fyrir fleiri stelpur og þess vegna hvetjum við allar stelpur til að koma á æfingu og prófa. Æfingarnar eru á þriðjudögum í Dalhúsum og föstudögum í Egilshöll. Báðar æfingarnar eru kl. 17:00-18:00.

 

6. flokkur karla

Í október fór fram fyrsta mótið í vetur hjá eldra árinu í 6. flokki karla. Strákarnir stóðu sig mjög vel á mótinu. Gaman var að sjá skemmtilegan karakter og flotta liðsheild hjá liðinu.

Liðið lék fjóra leiki um helgina, vann tvo og tapaði tveimur. Strákarnir munu því leika aftur i 2. deildinni á næsta móti.

Í byrjun október fór fram fyrsta mótið í vetur hjá yngra árinu í 6. flokki karla. Mótið var haldið á Akureyri. Strákarnir stóðu sig virkilega vel og kepptu í sterkum riðli. Ferðin var mjög skemmtileg og var meðal annars farið í sund, kíkt í jólahúsið og fór allur hópurinn út að borða á Greifann. Flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér í handbolta.

Yngra árið í 6. flokki keppti á sínu öðru móti í vetur. Mótið fór fram í Valsheimilinu. Strákarnir stóðu sig mjög vel og unnu þeir þrjá leiki af fjórum. Vörnin og markvarslan var sérstaklega góð og allir strákarnir sýndu flotta takta í sóknarleiknum. Næsta mót strákanna er í febrúar.

 

6. flokkur kvenna

Stelpurnar í 6.fl kv eldri voru að spila á sínu fyrsta móti í Íslandsmótinu. Þær voru í 3. deild, spiluðu fjóra leiki og unnu fjóra. Þær sýndu mikla baráttu og leikgleði. Þær einbeita sér núna að næsta móti sem er í nóvember.

 

5. flokkur karla

Í október fór fram fyrsta mótið hjá 5. flokki karla yngri. Liðið endaði í 2. sæti í sinni deild og gat ágætlega vel við unað. Flottir strákar sem geta náð langt með áframhaldandi dugnaði

 

5. flokkur kvenna

Stelpurnar í 5. flokki eyddu seinustu helgi í Vestmannaeyjum að taka þátt í Eyjablikksmótinu. Þær stóðu sig frábærlega og þakka fyrir skemmtilegt mót.

 

Fleiri fréttir og myndir má nálgast á samfélagsmiðlunum okkar á FACEBOOK og INSTAGRAM


Happdrætti 3. og 4.flokks

Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu hefur dregið úr happdrætti 3. og 4.flokks meðfylgjandi myndir eru af úrdrættinum.

Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana og vonum að þeir njóti vel


Skákdeild Fjölnis leiðir Íslandsmótið

Skákdeild Fjölnis er í forystu á Íslandsmóti skákfélaga eftir fimm umferðir af níu. Framúrskarandi frammistaða Fjölnismanna kom mjög á á óvart enda skáksveitin í 4. sæti eftir styrkleikalista. Enginn gat séð þetta fyrir enda þótt Fjölnir hafi unnið til bronsverðlauna sl. tvö ár. Sjö af átta liðsmönnum Fjölnis hækka á stigum fyrir frammistöðuna. Sveitin er yngsta skáksveitin á mótinu með helming liðsmanna um tvítugt. Síðari hluti Íslandsmótsins fer fram helgina 28. feb - 2. mars 2019. Í þessari fræknu skáksveit eru Jesper Thybo Evrópumeistari U18, Rimaskólameistararnir Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harðarson, sænski alþjóðlegi meistarinn Pontus Carlson, Davíð Kjartansson fv. liðsstjóri Rimaskóla í skák, Tómas Björnsson og Sigurbjörn J. Björnsson. Fjölnir vann stórsigur á Skákdeild KR 7½-½. í 5. umferð Íslandsmótsins og tyllti sér á toppinn.


Flottur sigur hjá okkar mönnum

Á þriðjudagskvöldið var hörku leikur í Hertz deild karla í íshokkí þegar Íslandsmeistarar SA kom í heimsókn í Grafarvoginn.  Leikurinn byrjaði með þreifingum í fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta fór að draga til tíðinda þegar okkar menn skoruðu tvö mörk gegn engu.  Í þriðja leikhluta héldum við áfram af sama krafti og bættum við þriðja marki og vorum komin með þægilega forystu.  SA er lið sem gefst aldrei upp og settu spennu í leikinn með að lumma inn tveimur mörkum í lokin, það dugði ekki til í þetta skiptið og fyrsti sigur Bjarnarins kominn í hús í vetur.  Frábær sigur að baki en það sem mestu máli skiptir að þetta var mjög flottur leikur tveggja góðra liða og flott auglýsing fyrir íþróttina.  Þökkum við liði SA fyrir mjög flottan leik.

Það er óhætt að segja að Bjarnarliðið sé talsvert breytt frá síðasta vetri, ekki einungis eru það máttarstólpar liðsins síðustu ár sem eru á sínum stað, ungu strákarnir okkar eru að bæta sig gríðarlega mikið og greinilegt að við eigum mikinn efnivið í Grafarvoginum.  Undanfarið höfum við líka fengið til baka gamla Bjarnarmenn sem eru frábærir leikmenn og fengum við t.a.m. tvö mörk frá einum slíkum í þessum leik.  Þess fyrir utan erum við búnir að fá í hópinn okkar flotta drengi upprunna úr liði SA ásamt öflugum útlendingum.  Hópurinn er orðinn gríðarsterkur og er að smella saman hjá okkur eins og hefur sést á síðustu leikjum liðsins, ekki bara hefur verið gaman að fylgjast með þeim inn á svellinu heldur er einnig áberandi að stemmning innan liðsins er öflug.

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í vetur með þennan flotta hóp og hvetjum við alla til að koma á leiki liðsins og fylgjast með.  Næsti heimaleikur okkar er nk. Þriðjudag kl: 19:45 er við tökum á móti öflugu liði SR sem hefur unnið okkur í tvígang á tímabilinu.

Áfram Fjölnir – Björninn !!


Haustmót í stökkfimi

Haustmót í Stökkfimi fór fram í Stjörnunni um síðustu helgi. Góð skráning var á mótið sem gerði mótið líflegt og skemmtilegt.
Nýlega var reglum í stökkfimi breytt, nú er alltaf keppt í liðum. Liðin samanstanda af 4-7 iðkendum og liðin skrá sig beint í A, B eða C deild eftir því hvaða stökk þau ætla að framkvæma.

Hópar KH-3 og KH-2 úr Fjölni skráðu sig á mótið og mynduðu fimm lið og enduðu fjögur þeirra á palli. Stelpurnar skemmtu mér stórkostlega og áttu góðan dag í Stjörnuheimilinu og eru spenntar fyrir að bæta sig fyrir næstu mót.

 

Öll úrslit mótsins má sjá HÉR


Haustmót á Akureyri

Haustmót í 4. og 5. þrepi fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þær Hermína Mist, Laufey Birta, Sigríður Fen og Svandís Eva sem kepptu í 5. þrepi og hjá strákunum voru það þeir Arnþór, Bjarni Hans, Grétar Björn, Sigurjón Daði og Viktor Páll sem kepptu í 5. þrepi og Bjartþór Steinn, Brynjar Sveinn og Wilhelm Mar kepptu í 4. þrepi. Þetta var liðakeppni og þegar það eru fáir keppendur frá félögunum þá blandast þau saman í lið þannig að allir geti verið með, gefin voru verðlaun fyrir efstu sætin. Keppendur skemmtu sér vel á mótinu og var þetta góð reynsla í reynslubankann. Það verður gaman að fylgjast með þeim áfram á mótum vetrarins og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaunasæti:

5.þrep kk
1.sæti Fjölnir/FIMAK

4.þrep kk 10 ára og yngri
2.sæti ÁRM/Fjölnir

4.þrep kk 11 ára og eldri
1.sæti Fjölnir/FIMAK/Björk/ÁRM


Frábær árangur á haustmóti

Haustmót í 3.-1. þrepi og frálsum æfingum fór fram síðastliðna helgi í Björkunum. 19 keppendur kepptu á mótinu frá Fjölni, 17 stúlkur og 2 drengir. Árangur helgarinnar var glæsilegur og  unnu Fjölniskrakkar alls  24 verðlaun á mótinu. Keppt var á einstökum áhöldum og í fjölþraut. Við erum gríðarlega stolt af þessum myndarhóp og þjálfurum þeirra enda stöðu þau sig frábærlega. Við óskum ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til þess að fylgjast með ykkur áfram á mótum vetrarins.

Verðlaunasæti:

1. þrep kvk 13 ára og yngri
3. sæti  stökk - Leóna Sara Pálsdóttir

1. þrep kvk 14 ára og eldri
1. sæti í fjölþraut – Venus Sara Hróarsdóttir
3.sæti á stökki - Katrín S. Vilhjálmsdóttir
1. sæti á tvíslá – Venus Sara Hróarsdóttir
2. sæti á tvíslá – Katrín S. Vilhjálmsdóttir
3. sæti á tvíslá – Agla Bríet Gísladóttir
3. sæti á slá – Venus Sara Hróarsdóttir

2. þrep kk
1. sæti á öllum áhöldum  - Sigurður Ari Stefánsson
1. sæti í fjölþraut – Sigurður Ari Stefánsson

3. þrep 11 ára og yngri
1. sæti á stökki - Júlía Mekkín Guðjónsdódttir
3. sæti á stökki – Sigríður Dís Bjarnadóttir
4. sæti í fjölþraut – Lilja Katrín Gunnarsdóttir

3. þrep kvk 12 ára
2. sæti á gólfi - Eva Sóley Kristjánsdóttir

3. þrep kvk 13 ára og eldri
3. sæti á slá – Tinna Líf Óladóttir

3. þrep kk 12 ára og eldri
2. sæti á gólfi – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti í hringjum  - Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á tvíslá – Davíð Goði Jóhannsson
1. sæti á svifrá – Davíð Goði Jóhannsson
2. sæti í fjölþraut  - Davíð Goði Jóhannsson


Fréttir frá Kristalsmóti

Um helgina var Kristalsmótið haldið í Egilshöllinni. Alls voru 79 keppendur skráðir til leiks. Allir keppendur stóru sig mjög vel og mega þeir vera stoltir af sinni frammistöðu um helgina en þess ber að geta að sumir keppendanna voru að taka þátt á sínu fyrsta móti.

Á laugardeginum var keppni í flokkum 6 ára og yngri, 8 ára og yngri, 8 ára og yngri drengir og 10 ára og yngri. Allir keppendur fengu verðlaunapening og viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu.

Á sunnudeginum var svo keppt í flokkum 12 ára og yngri, stúlknaflokki og unglingaflokki.

Úrslit 12 ára og yngri:

1. Sandra Hlín Björnsdóttir Listskautadeild Fjölnis

2. Andrea Marín Einarsdóttir Listskautadeild Fjölnis

3. Þórunn Gabríella Rodriguez Skautafélag Reykjavíkur

Úrslit í stúlknaflokki:

1. Amanda Sigurðardóttir Skautafélag Reykjavíkur

2. Emilía Dögg Stefánsdóttir Skautafélag Reykjavíkur

3. Bryndís Bjarkardóttir Skautafélag Reykjavíkur

Úrslit í unglingaflokki:

1. Helga Xialan Haraldsdóttir Skautafélag Reykjavíkur