Í dag skrifuðu körfuknattleiksdeild Fjölnis og Falur J Harðarson undir nýjan samning sem nær til tveggja ára. Falur mun því stýra liðinu í Dominos deildinni næsta vetur en strákarnir tryggðu sér sæti í deildinni með sigri á Hamri í úrslitakeppninni.

Markmiðið er að festa liðið í sessi sem gott úrvalsdeildarlið sem mun í framtíðinni verða öflugt lið með uppöldum leikmönnum í blandi við bestu leikmenn landsins.

Spennandi tímar framundan í Voginum.

Á myndinni eru: Guðlaug Karlsdóttir, formaður körfuknattleiksdeildar, Falur J Harðarson, þjálfari meistaraflokks karla og Guðmundur L Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis

#FélagiðOkkar