Sigurjón Friðbjörn Björnsson (Sonni) hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Fjölni. Sonni var aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna á nýliðnu tímabili ásamt því að þjálfa 3. flokk kvenna. Sonni hefur mikla reynslu í handboltaþjálfun en hann er núverandi þjálfari U-17 landsliðs kvenna. Sonni þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR á árunum 2015 – 2017. Einnig hefur verið gengið frá ráðningu Gísla Steinars Jónssonar sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna og 3. flokks kvenna, en Gísli Steinar mun einnig sjá um þjálfun 4. flokks kvenna. Gísli starfaði á nýliðnum vetri sem þjálfari 4. flokks kvenna og aðstoðarþjálfari 4. flokks karla. Gísli starfaði við þjálfun í Noregi áður en hann hóf störf hjá Fjölni.

Á sama tíma og stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis býður þá Sonna og Gísla velkomna til starfa vill stjórnin þakka fráfarandi þjálfara Arnóri Ásgeirssyni fyrir vel unnin störf við þjálfun meistaraflokks kvenna síðastliðin tvö tímabil sem og önnur störf fyrir handknattleiksdeildina undanfarin ár. Stjórn handknattleiksdeildarinnar hlakkar til komandi tímabils og væntir mikils af nýráðnum þjálfurum. Á meðfylgjandi mynd frá vinstri: Gísli Steinar Jónsson, Davíð Arnar Einarsson, stjórnarmaður og Sigurjón Friðbjörn Björnsson.