Vormót 2019

Síðasta mót ÍSS á þessu keppnistímabili stendur nú yfir í Laugardalnum. Allir keppendur Fjölnis á mótinu hafa nú lokið keppni. Sunneva Daníelsdóttir kom fyrst keppenda í flokki Chicks inn á ísinn og í fyrsta upphitunarflokki Cubs voru þær Brynja Árnadóttir, Elva Ísey Hlynsdóttir, Emelíana Ósk Smáradóttir og Weronika Komendera. Ekki voru veitt verðlaun í flokkum Chicks og Cubs en allar fengu þær viðurkenningu fyrir þátttöku á mótinu. Þess ber að geta að þessar stelpur hafa tekið miklum framförum í vetur. Því næst var keppt í flokki Basic Novice en þar voru þær Tanja Rut Guðmundsdóttir í 5. sæti með 24,00 stig og Sara Kristín Pedersen í 6. sæti með 23,25 stig sem eru persónuleg stigamet hjá þeim báðum. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.