Helgina 30. nóvember til 1. desember fengum við til okkar gestaþjálfara sem heitir Tomasz Kurzawa og kemur hann frá Tychy í Póllandi. Tomasz var með æfingu á laugardagskvöldið fyrir 4.flokk og upp í mfl karla þar sem þáttakendur voru hátt í 30 talsins. Svo á sunnudagsmorgninum var hann með tvær æfingar, fyrri æfingin var fyrir 5.flokk og niður í kríli og seinni æfingin var fyrir 4.flokk og upp í 2.flokk og það var vel mætt á þær báðar. Það var mjög gaman að fylgjast með Tomasz við störf og við stefnum á fá þennan þjálfara aftur í heimsókn til okkar seinna.
Tomasz er rétt rúmlega fertugar og á að baki yfir 20 ára reynslu í íshokkí. Hann er fyrrum leikmaður GKS Tychy og er nú að þjálfa fyrir GKS en hann rekur einnig íshokkí akademiu Pionier Tychy sem hann opnaði árið 2015. Hann er með þjálfararéttindi frá University of Physical Education, Katowice og power skating þjálfari frá SK8ON Hockey School í Toronto þar sem hann vann með Jarek Byrski sem vinnur mikið með leikmönnum í NHL deildinni. Tomasz hefur meðal annars þjálfað NHL leikmenn á borð við Jeff Skinner leikmanni Buffalo Sabres, Jason Spezza leikmanni Toronto Maple Leafs og Brent Burns leikmanni San Jose Sharks.
Það er gaman að segja frá því að þessi þjálfari kom upphaflega til Íslands til að heimsækja vin sinn Marcin og þökkum við honum kærlega fyrir að hafa lánað okkur Tomasz um helgina. Einnig viljum við þakka Tomasz kærlega fyrir komuna og hjálpina um helgina.