Tennisspilararnir  frá Fjölni Eygló Dís Ármannsdóttir og Saule Zukauskaite stóðu sig vel á stórmóti TSÍ sem haldið var í nóvember, og eins Jólabikarmóti Tennishallarinnar, haldið í desember.

Á stórmóti TSÍ lenti Eygló Dís í 1. sæti í einliðaleik U14, og Saule í 1. sæti í einliðaleik U12 og 2. sæti einliða U14.

Á jólabikarmótinu lenti Saule í 1. sæti einliða U12, 1. sæti tviliða U14 og 1. sæti einliða U-14. Eygló Dís lenti í 1. sæti í einliðaleik U16 og 2. sæti í einliðaleik U14.

Við óskum þessum flottu stúlkum innilega til hamingju með árangurinn!