Nú styttist heldur betur í þorrablót Grafarvogs sem haldið er í Fjölnishöll laugardaginn 25.janúar.

Við viljum tryggja að allar helstu upplýsingar liggi fyrir með góðum fyrirvara og hvetjum ykkur til að deila þessu með vinum og vandamönnum sem sitja á sama borði og þið.

–> Veislustjóri verður brekkusöngsmeistarinn INGÓ.

kl. 18:30 – Húsið opnar

kl. 19:15 – Margrét Eir mætir á svæðið og spilar létt lög

kl. 20:00 – Húsið lokar fyrir matargesti – MÆTA TÍMANLEGA – VINAHÓPARNIR Í MYNDATÖKU FYRIR MAT

kl. 20:01 Intró

kl. 20:05 Þorrablótsnefnd opnar partíið

kl. 20:40 – Borðhald hefst

Kl. 21:30 Keyrum dagskránna í gang

kl. 23:00 – Húsið opnar fyrir ballgesti, geggjaðir söngvarar og leynigestur trylla mannskapinn með sínum bestu slögurum)

kl. 02:00 – Blóti lýkur

Við minnum á BOND þemað okkar.