Á síðasta Reykjavíkurmeistaramóti var sunddeild Fjölnis Reykjavíkurmeistari 2020. Samkvæmt bestu fáanlegu heimildum þá er þetta í fyrsta sinn sem sunddeild Fjölnis nær þessum titli, alla vega munu elstu iðkendur ekki eftir að þetta hafi gerst áður.  Þessi titill hefur reyndar fylgt aðalþjálfara deildarinnar í gegnum árin, Jacky Pellerin, með einni undantekningu þó.

Til hamingju sundfólk Fjölnis!