Fréttatilkynning frá skrifstofu Fjölnis23.03.2020 kl. 10:00

Í ljósi nýjustu frétta viljum við koma því á framfæri að allar æfingar falla niður frá og með deginum í dag, 23.mars. Þetta á við um alla flokka og hópa. Þeir sem óska eftir því að bóka fundi í Egilshöll þurfa að senda beiðni á arnor@fjolnir.is.

Við höfum verið að fá fyrirspurnir vegna endurgreiðslu æfingagjalda og viljum koma því á framfæri að ákvörðun um hvort og hvernig við munum bæta upp þann tíma sem æfingar falla niður verður tekin samhliða þróun kórónuveirunnar og stuðningi frá hinu opinbera.

Við minnum enn fremur á netfangið okkar skrifstofa@fjolnir.is og símatímann okkar sem er mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 13 til 16 í síma 578 2700.

#FélagiðOkkar