Komið sæl

Á miðnætti í kvöld tekur gildi samkomubann á öllu landinu. Næstu 4 vikurnar mun það standa og er mikilvægt að við sem aðrir gerum okkar til þess að vel takist til. Vegna þessa munu allar æfingar á vegum deildarinnar falla niður á morgun mánudag 16. mars.

Okkur finnst rétt að gefa þeim sem skipuleggja skóla- og íþróttastarf tækifæri til að vinna að úrlausn með hag okkar allra í forgrunni. Við munum setja hér inn frekari upplýsingar um leið og þær eru tilbúnar, auk þess sem tölvupóstur og upplýsingar munu fara á heimasíðu deildarinnar.

Hugum hvert að öðru, gleymum ekki að vera til og njótum samvista með okkar nánustu.

 

Með kveðju,

fh.stjórnar

Ingibjörg Kristinsdóttir
formaður