Í tilefni samkomubanns og lokunar á íþróttastarfsemi og líkamsræktarstöðva ætlar Fjölnir að fara af stað með skemmtilega áskorun! Það sem þú þarft að gera er að setja inn færslu með mynd eða myndbandi á Instagram, með þinni útgáfu af Heima-Æfingu og merkja #FjölnirHeima og fylgja @ungmennafelagidfjolnir á Instagram.

Úrslit verða tilkynnt 31. október!

Glæsilegir vinningar eru í boði:

 • Fjórar Grettir Power Dry æfingapeysur frá 66 norður
 • Tvær úlpur frá New Wave Iceland
 • Gjafabréf frá Keiluhöllinni
 • Fjölnishandklæði, derhúfur og sængurver

Skilyrði eru að setja inn sitt eigið efni og aðgangurinn þarf að vera stilltur á ‘public’ svo við sjáum þitt framlag! Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og nota ímyndunaraflið til að gera sýna frá skemmtilegum æfingum. Það má taka þátt eins oft og maður vill! Dómnefnd velur sex bestu framlögin þann 31. október, einnig verða veitt útdráttarverðlaun fyrir þátttöku.

Við fengum nokkra úr hópi afreksíþróttafólks okkar til að taka sýnikennslu á nokkrum æfingum sem allir geta gert heima við. Æfingarnar má sjá í myndböndunum hér að neðan.

Upphitun

 • Hreyfiteygjur og almenn liðkun
 • 2 umferðir af 10 endurtekningum af hverri æfingu
 • Snerta gagnstæða öxl
 • Snerta gagnstæðan fót
 • Split hnébeygjur
 • Ormurinn

Í þessu myndbandi má sjá hluta af okkar frábæra afreksfólki framkvæma upphitunaræfingar.

Æfing 1 – Skorpuhlaup

Gott að finna sér hlaupabraut eða grasflöt

 • 800 metra skokk til að hita upp
 • 4 x 200 metrar
 • 2 x 400 metrar
 • 4 x 200 metrar

Nokkuð hratt eða >80% en ekki max sprettur

Halda sama hraða/tíma alla hringina

Hvíla í 2-4 mín milli spretta

Í þessu myndbandi sýna þær Hrafnhildur Árnadóttir og Guðrún Helga Guðfinnsdóttir hvernig við framkvæmum skorpuhlaupin. Þær eru leikmenn meistaraflokks í knattspyrnu.

Æfing 2 – Styrktaræfing

3 hringir með 60 sek hvíld milli hringja

 • 15 Mjaðmalyfta á öðrum fæti
 • 15 Búlgörsk split hnébeygja
 • 8 Hamkrulla á handklæði
 • 20 sek háar hnélyftur á staðnum
 • 10 Spiderman armbeygjur
 • 30 sek planki (frjáls staða)

Í þessu myndbandi sýnir Lena Rut Ásgeirsdóttir okkur framkvæmdina á styrktaræfingunni. Hún er efnilegur listskautari sem keppir í flokki Junior Ladies.

Æfing 3 – Sprettir og kjarni

1. hluti – Brekkusprettir

 • Finndu þér brekku, betra ef hún er ekki of brött (ca. 30-40 m)
 • 6 x 10 metra sprettur
 • 4 x 20 metra sprettur
 • 2 x 30 metra sprettur
 • Hvíla með göngu niður brekkuna + 20 sek neðst niðri

2. hluti – Kjarna-Pýramídi

 • 3 hringir, 30 sek hvíld á milli
 • 20 sek hliðarplanki
 • 40 sek bjarnarstaða
 • 60 sek planki
 • 40 sek bjarnarstaða
 • 20 sek hliðarplanki

Í þessu myndbandi sýna þeir Brynjar Óli Kristjánsson og Þorleifur Rafn Aðalsteinsson okkur hvernig hlaupa skal hratt upp brekkur. Þeir eru leikmenn meistaraflokks í handbolta.