Aðalfundir deilda fara fram í febrúar. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt og gefa kost á sér og taka þátt í að byggja upp frábæra starfið okkar.

Tillaga að formanni þarf að berast til gummi@fjolnir.is 5 dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar deilda skal vera:

a)      Skýrsla stjórnar

b)      Reikningar deildar

d)      Kjör formanns

e)      Kjör stjórnarmanna

g)      Önnur mál

17. grein

Stjórn hverrar deildar skal skipuð minnst fimm mönnum, formanni sem kosinn er á aðalfundi viðkomandi deildar og fjórum meðstjórnendum, ásamt tveimur til vara einnig kjörnum á aðalfundinum.

Lög Fjölnis má finna hér

Tímasetning funda er eftirfarandi:

 • Tennis: 4. febrúar kl. 19:30-21:00 (Tennishöllin) 
 • Körfubolti: 9. febrúar kl. 17:45-19:30 
 • Sund: 9. febrúar kl. 20:00-21:30
 • Íshokkí: 10. febrúar kl. 20:00-21:30 
 • Knattspyrna: 11. febrúar kl. 17:45-19:15 
 • Fimleikar: 11. febrúar kl. 19:30-21:00 
 • Karate: 15. febrúar kl. 20:00-21:30
 • Skák: 16. febrúar kl. 17:30-19:00 
 • Listskautar: 16. febrúar kl. 19:30-21:00
 • Frjálsar: 17. febrúar kl. 20:00-21:30 
 • Handbolti: 18. febrúar kl. 18:00-19:30