26.1 2021

Fjölnir/Björninn tók á móti SR í Egilshöll í fyrsta leik Hertz deildar kvenna eftir langt hlé vegna Covid 19.

Bjarnar stelpur mættu ferskar til leiks og einbeiting liðsheildarinnar var í fyrirrúmi allt frá byrjun til enda leiksins.

Liðin tvö voru að keppa á móti hvor öðru í fyrsta sinn í langann tíma. Síðustu ár hafa liðin tvö teflt fram sameiginlegu liði undir merkjum Reykjavíkur.

Það var því við búist að skemmtilegur leikur væri framundan þar sem bæði lið vildu sýna sitt besta andlit. Mikil stemming var í kringum leikinn þó svo að áhorfendur séu ekki leifðir í bili.

Stemmingin fór þó ekki fram hjá neinum sem horfðu á, hvort heldur sem er í gegnum netið eða á staðnum.

Eftir 15 min og 45 sek kom fyrsta mark leiksins, markið skoraði Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7). Staðan Björninn 1- SR 0.

Var þetta eina mark fyrsta leikhluta.

Annar leikhluti fór hratt af stað og mörkin duttu inn eitt af öðru.

Annað mark Bjarnarins skoraði Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17) Staðan Björnin 2 SR 0

Stuttu eftir það minnkaði SR muninn niður í eitt mark þegar Arna Friðjónsdóttir (10) skoraði fyrir SR með stoðsendingu frá Brynhildi Hjaltested (9). Björninn 2- SR 1

Bjarnarstelpur léku á alls oddi og skoruðu 5 mörk í viðbót í öðrum leikhluta, mörkin skoruðu:

Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24) Björninn 3- SR 1

Kristín Ingadóttir (17) með stoðsendingu frá Sigrúnu Árnadóttur (7)

Björninn 4- SR 1

Maríanna Birgisdóttir (99) með stoðsendingu frá Kristínu Ingadóttur (17)

Björninn 5-SR 1

Laura Murphy (13) með stoðsendingu frá Karen Þórisdóttur (22)

Björninn 6- SR 1

Og Steinunn Sigurgeirsdóttir (10)

Björninn var mikið í sókn og spiluðu af mikilli leiksgleði.

Í þriðja leikhluta var ekkert gefið eftir, SR vörðust sem aldrei fyrr en Björninn náði þó að bæta tveim mörkum við.

Fyrra markið kom á 44 min og 54 sek en markið skoraði Sigrún Árnadóttir (7) og þá búin að skora 3 mörk, Björninn 8- SR 1

Síðasta markið skoraði einnig Sigrún Árnadóttir (7) með stoðsendingu frá Berglindi Valdimarsdóttur (24)

Eftir 57 min og 26 sek fék Sigrún Árnadóttir (7) leikmaður Bjarnarinns 2 min brottvísun fyrir Slashing og Björninn því einum færri þar til 34 sek voru eftir af leiknum. Það breytti ekki stöðunni.

Lokastaða Björninn 9- SR 1

Bæði lið gáfu allt í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Eitt er víst að gaman verður að fylgjast áfram með þessum liðum í vetur.

 

Ásta Hrönn Ingvarsdóttir
Kristján V. Þórmarsson

 

Myndir hér að ofan eru skjáskot tekin úr streymi af leiknum.
Fyrir áhugasama sem misstu af leiknum þá má horfa á leikinn hér