Frjálsíþróttahreyfingin kom saman á Selfossi um helgina þar sem FRÍ hélt sitt 63. ársþing. Á þinginu voru heiðraðir einstaklingar sem unnið hafa ötullega fyrir frjálsíþróttahreyfinguna undanfarin ár eða áratugi. Þrír einstaklingar frá Fjölni fengu heiðursviðurkenningu á þinginu. Óskar Hlynsson yfirþjálfari deildarinnar var sæmdur gullmerki FRÍ fyrir sitt frábæra starf. Áður hafði hann verið sæmdur silfurmerki (2014) og bronsmerki (2008). Formaður frjálsíþróttadeildar Fjölnis, Þorgrímur H. Guðmundsson var sæmdur bronsmerki og Auður Ólafsdóttir ritari deildarinnar var einnig sæmd bronsmerki.