Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samið við bandaríska varnarmanninn Momola Adesanmi, eða Mo eins og hún er kölluð, út tímabilið 2022. Mo, sem er 23 ára, kemur til okkar frá hinum virta háskóla University of Missouri þar sem hún útskrifaðist fyrr á árinu. Hún er þekkt fyrir hraða sinn og styrk og mun nýtast liðinu mjög vel í baráttunni í Lengjudeildinni í sumar.

Knattspyrnudeild Fjölnis væntir mikils af samstarfinu og býður Mo hjartanlega velkomna í Grafarvoginn.

 

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen