Í september hefjast afreksæfingar fyrir iðkendur í 4. og 5. fl kvenna og karla undir handleiðslu Luka Kostic og þjálfurum félagsins.

Æfingar verða 1x á viku og fyrsta námskeið stendur yfir 17.september -17. desember.

Tækni er grundvallaratriði fótboltans og er mjög mikilvægt að læra tækni snemma á knattspyrnuferlinum. Ástæðan er sú að ungir iðkendur eru mjög móttækilegir og hafa meiri möguleika á að ná valdi á öllum einstaklings-tækniatriðum fótboltans. Samkvæmt kenningum Arséne Wenger þá hafa leikmenn eftir 14 ára aldur minni möguleika á að bæta sig í öllum tækniatriðum.

Luka hefur kennt einstaklingstækni í meira en 20 ár og mjög margir landsliðsmenn, sem hafa náð besta árangri í sögu íslenskar knattspyrnu, hafa farið í gegnum einstaklingsprógram Luka.

 

Kostnaður er 19.500 kr. fyrir haustönn, skiptist upp í 3 fyrirlestra og 13 æfingar. Skráning fer fram HÉR 

Hér fyrir neðan má sjá ummæli fyrrverandi landsliðsþjálfara, Heimi Hallgrímssonar og fyrirliða íslenska landsliðsins, Birki Bjarnasyni.

Heimir Hallgrímson:

Ég hitti Luka fyrst á einstaklings tækninámskeiði og síðan þá hef ég fengið tækifæri að kynnast prógrammi hans enn betur. Sem landsliðsþjálfari hef ég sótt mörg UEFA & FIFA ráðstefnur og get sagt að einstaklingstækniáætlun Luka er í heimsklassa. Tækniatriðin sem eru í prógrammi Luka eru atriði sem sérhver ungur knattspyrnumaður þarf að læra, en ég er líka viss um að atvinnuleikmönnum myndi finnast það gagnlegt og upplýsandi og það gæti örugglega bætt við færni þeirra.

Birkir Bjarnason

Luka var þjálfari minn fyrir U17 & U21 og hafði mikil áhrif snemma á ferli mínum. Bæði tæknilega, taktískt og andlega herti hann mig og marga aðra í íslenska landsliðinu í dag varðandi grunnatriði í fótboltanum sem við notum enn í dag.

Ég mæli eindregið með einstaklings/tækniþjálfun Luka fyrir alla, þar sem það hefur hjálpað mér að bæta mig og verða sá leikmaður sem ég er í dag.