Fjölnir hefur samið við Lovísu Maríu Hermannsdóttur út tímabilið 2024. Lovísa, sem er fædd árið 2001, er uppalin hjá FH en lék á síðasta tímabili með ÍH í 2. deild. Hún hefur samtals leikið 17 KSÍ leiki og skorað í þeim eitt mark. Lovísa er sókndjarfur hægri bakvörður og er frábær viðbót við þann unga og spennandi sem við erum að byggja upp.

Það er því mikið fagnaðarefni að semja við þennan sterka leikmann sem verður spennandi að fylgjast með í sumar. Knattspyrnudeild Fjölnis hlakkar til komandi tíma saman og væntir mikils af samstarfinu

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen