Nú 2.-5. febrúar fer fram Norðurlandamót á listskautum. Við erum afar stolt af því að Fjölnir á tvo fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd á mótinu.

Þær Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Lena Rut Ásgeirsdóttir keppa í junior / unglingaflokki. Keppt verður í Skautahöllinni í Laugardal en aðalæfingar fara fram í Egilshöll.

Allar upplýsingar um mótið má nálgast hér: https://www.iceskate.is/nordics2023/

Frítt er fyrir 12 ára og yngri en hér er hægt að kaupa miða fyrir þá sem eru eldri en 12: https://www.corsa.is/is/register/105

Við óskum Júlíu og Lenu góðs gengis!