Guðlaug Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Fjölni. Guðlaug, sem er fædd árið 2005, er uppalin hjá Val en kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Guðlaug er kantmaður, fljót og vinnusöm og með auga fyrir mörkum og stoðsendingum. Hún á að baki 30 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 4 mörk.
Knattspyrnudeild Fjölnis fagnar komu Guðlaugar og bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka leikmann.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen