Harpa Sól Sigurðardóttir snýr aftur í Voginn og semur við Knattspyrnudeild Fjölnis til næstu tveggja ára, út tímabilið 2024. Harpa Sól, sem er fædd árið 2004, kemur til okkar frá KH þar sem hún lék á síðasta tímabili. Hún lék áður með FH og Breiðablik. Harpa Sól, sem er fjölhæfur miðjumaður, hefur leikið 15 KSÍ leiki og skorað í þeim tvö mörk.

Það er mikið fagnaðarefni að fá Hörpu Sól aftur heim í Voginn. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tíma saman og bindur miklar vonir við þennan öfluga leikmann.

Mynd: Baldvin Örn Berndsen