Knattspyrnudeild Fjölnis hefur samþykkt kauptilboð Vals í Lúkas Loga Heimisson.

Lúkas Logi er 19 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Fjölni en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 41 leik fyrir félagið og skorað í þeim 13 mörk. Á síðasta tímabili sneri hann aftur í Voginn eftir tæplega ársdvöl á láni hjá Empoli FC á Ítalíu þar sem hann lék með U19 ára liði félagsins við góðan orðstír.

Knattspyrnudeild Fjölnis vill þakka Lúkasi fyrir þau góðu ár sem hann hefur leikið fyrir félagið og óskar honum alls hins besta hjá nýju félagi.