Nýr 10 vikna hópleikur hefst núna á laugardaginn, 13. janúar og endar 16. mars.
Þetta er 10 vikna hópleikur þar sem 7 bestu vikurnar gilda. Þátttökugjald er 6.900 kr. per hóp eða 3.450 kr. á mann og greiðist beint inn á reikning Fjölnis: 0114-05-060968 kt: 631288-7589 (senda kvittun á 1×2@fjolnir.is).

Skráning fer fram í gegnum netfangið 1×2@fjolnir.is þar sem koma þurfa fram nöfn beggja liðsmanna, kennitölur, sími, netfang og nafn á liðinu.

ATH – Tippað er rafrænt í gegnum vefsíðuna https://games.lotto.is/clubsales/#/login eða 1×2.is/felog

Félagsaðstaðan í Egilshöll verður opin milli kl.10:00-11:30 á laugardögum þar sem tipparar geta hist og tippað yfir rjúkandi kaffibolla og bakkelsi frá Bakarameistaranum.

Öll lið senda inn tvo seðla sem skulu innihalda nákvæmlega 7 leiki með einu merki og 6 leiki með tvítryggingu (2×832 kr. seðill). Betri seðillinn gildir. Með þessu móti standa allir þátttakendur jafnt.

Hér má finna reglur og frekari upplýsingar um leikinn: https://fjolnir.is/knattspyrna/getraunakaffi/

Hér er sérstakur hópur fyrir Getraunakaffið:
https://www.facebook.com/groups/1299902466780921

Taktu þátt í félagsstarfinu og vertu með frá byrjun. Öll velkomin! #FélagiðOkkar