Emil Allengaard hefur starfað sem yfirþjálfari íshokkídeildar Fjölnis um eitthvert skeið. Hann hefur sett lit sinn á starf og vinnu í félaginu. Stjórn Íshokkídeildar hefur tekið ákvörðun um að nú sé kominn tími á breytingar. Samningi hans var sagt upp en hann mun vinna eftir samningi út mars 2024.
Við þökkum Emil kærlega fyrir samstarfið síðustu árin.
Nú tekur við nýr kafli hjá deildinni og munu nánari upplýsingar koma von bráðar.