Síðustu skákæfingar ársins

Skákæfingar Fjölnis alla fimmtudaga kl. 16:30 – 18.00 hafa verið vel sóttar í vetur og í hópnum leynast skákmeistarar framtíðarinnar, drengir og stúlkur.
Fram að jólum verða eftirtaldar æfingar í boði:

Fimmtudagur 28. nóv. kl. 14:00 – 16:00 Borgir Spönginni
Fimmtudagur 5. des. kl. 16:30 – 18:00 Rimaskóli – gengið inn um íþróttahús
Fimmtudagur 12. des. kl. 16:30 – 18:00 Rimaskóli – Jólaskákæfing

Gleðilegt skákár 2020.