Haustmóti í hópfimleikum lauk um helgina en liðum er svo raðað upp í deildir eftir árangri á þessu fyrsta móti vetrarins . Mótinu var skipt í tvo hluta og keppt á tveimur helgum, 16.-17.nóvember og 23.nóvember.

Haustmót 1 var haldið í Stjörnuheimilinu í Garðabæ og þar var keppt í 4.flokk og 3.flokk og höfnuðu lið Fjölnis í 4.sæti í báðum flokkum.

Haustmót 2 fór fram á Selfossi laugardaginn var og þar kepptu lið frá Fjölni í 2.flokk, KK-eldri og Meistaraflokk B. Langur en skemmtilegur dagur að baki og margir iðkendur að keppa með ný stökk frá síðasta tímabili. Meistaraflokkurinn okkar frumsýndi nýjan dans sem stelpurnar í hópnum sömdu sjálfar.

Glæsilegur árangur hjá okkar iðkendum, innilega til hamingju öll.

Úrslit
4.flokkur – 4.sæti

3.flokkur – 4.sæti

2.flokkur – 4.sæti

KK-eldri – 2.sæti

Meistaraflokkur B – 1.sæti

 

Öll úrslit frá mótinu má skoða HÉR