Sigurbjörn J. Björnsson Skákdeild Fjölnis sigraði glæsilega á hinu árlega Skákþingi Reykjavíkur með ótrúlegri frammistöðu. Sigurbjörn vann allar sínar 9 skákir en svo afgerandi sigur hefur ekki unnist síðan árið 1993. Sigurbjörn teflir með A sveit Fjölnis á Íslandsmóti skákfélaga og er þar „reynsluboltinn“ í annars ungri og stórefnilegri skáksveit sem endað hefur í verðlaunasæti í 1. deild á sl. þemur árum. Fjölnismenn óska Sigurbirni til hamingju með titilinn og sigurinn.