Heimaleikjakortin komin í sölu

Heimaleikjakortin þetta árið eru komin í sölu og er hægt að ganga frá kaupunum með einföldum hætti á fjolnir.is/arskort

Í boði eru þrjár tegundir:

  • Ungmennakort
    -Verð: 4.900 kr.
    -Gildir fyrir einn inn á völlinn. Aldur 16-25 ára
  • Árskort
    -Verð: 15.000 kr.
    -Gildir fyrir einn inn á völlinn
  • Gullkort
    -Verð: 25.000 kr.
    -Gildir fyrir einn inn á völlinn
    -Veitir aðgang að veitingum fyrir leik og í hálfleik

 

Vekjum sérstaka athygli á ungmennakortinu sem er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og er einstaklega góðu verði.

Kortin gilda á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna Fjölnis og verða afhent á fyrsta heimaleik eða á skrifstofu Fjölnis á opnunartíma.

Samstaða er lykilatriði.

Eins og allir vita þá eru uppi sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu um þessar mundir. Íþróttafélög eiga undir mikið högg að sækja og stór skörð eru höggin í tekjustofna þeirra. Fjölnir er þar engin undantekning. Til að mynda þá reiðir knattspyrnudeildin sig nær eingöngu á styrki og velvild fyrirtækja, einstaklinga, tekjur af ársmiðasölu og öðrum viðburðum.

Við vitum að Íslandsmótinu muni seinka um einhverjar (vonandi bara örfáar) vikur. En við vitum líka að öll él birta upp um síðir. Það mun verða spilað í sumar og það verður grillað og það verður væntanlega sól og mikil stemmning allan tímann. Karlaliðið spilar aftur á meðal þeirra bestu í Pepsi Max deildinni eftir stutta fjarveru og þá leikur kvennaliðið í 1. deildinni í sumar.

Það er mikilvægt að Fjölnissamfélagið standi saman nú sem aldrei fyrr. Þau ykkar sem hafið tök á biðjum við vinsamlegast um að ganga frá kaupum á heimaleikjakorti við fyrsta tækifæri jafnvel þótt þið komist ekki á alla leikina.

Takk fyrir þinn stuðning – hann skiptir máli!