Skrifstofa Fjölnis vill koma eftirfarandi atriðum á framfæri til allra félagsmanna:

  1. Allar hugsanlegar útfærslur í tengslum við æfingagjöld verða teknar þegar að skýrari mynd kemur á hvernig staðan verður ásamt mögulegri aðstoð frá hinu opinbera. Við kappkostum að halda æfingum og þjónustu gangandi í gegnum fjarþjálfun og okkur sýnist það hafa gengið vel.
  2. Við hvetjum iðkendur til að viðhalda hreyfingu og æfingum eins vel og hægt er, með fjarþjálfun frá þjálfara eða annars konar hreyfingu með fjölskyldunni. Ef einhver telur sig ekki hafa fengið leiðbeiningar eða æfingar til að gera heima þá er honum velkomið að hafa samband við Arnór markaðsfulltrúa á netfangið arnor@fjolnir.is. Við bendum til dæmis á hreyfibingó Fjölnis.
  3. Við viljum koma á framfæri þakklæti til þjálfara, stjórnarmanna og annarra sem tengjast félaginu fyrir góð viðbrögð og hjálpsemi á erfiðum tímum. Við stöndum saman, öll sem eitt, fyrir #FélagiðOkkar.