Ungmennafélagið Fjölnir hefur tekið í notkun glæsilega aðstöðu í austurenda Egilshallar, til að mynda fyrir frjálsar íþróttir og þrekæfingar. Þessi aðstaða mun sérstaklega auka gæði og bæta starfsemi frjálsíþróttadeildarinnar. Aðrar deildir munu njóta góðs af flottri aðstöðu fyrir styrktar- og þrekæfingar.

Við óskum eftir tillögum að nafni á þessari glæsilegu nýju aðstöðu í austurenda Egilshallar.

Aðalstjórn félagsins ásamt formönnum velur 2-4 tillögur úr þeim sem berast og efnir til kosninga í framhaldi.

Allir félagsmenn fá þá tækifæri til að kjósa um nýtt nafn á aðstöðunni í austurendanum.

Ath! Tillögur þurfa að berast fyrir fimmtudaginn 9.apríl.

Hægt er að senda inn tillögur í keppnina hér: https://tinyurl.com/r7ughfe.

#FélagiðOkkar