Það er okkur mikil ánægja að geta sagt frá því að deildin hefur náð samningum við þlálfarateymið okkar fyrir næsta tímabil. Þau Jacky, Elfa og Birkir ætla að standa á bakkanum með okkur sem er mikið fagnaðarefni. Gabríela ætlar að draga sig í hlé og sinna námi næsta vetur en var tilbúin að vera okkur innan handar ef okkur vantar, það kunnum við vel að meta en þökkum henni frábært starf undanfarin ár.

 

Við förum því glöð og kát í smá sumarfrí eftir næstu helgi með þetta flotta fólk í brúnni