Hópefliskvöld hjá Listhlaupadeild

Þar sem yfirvöld hvatt fólk til að halda sig heima við í vetrarfríinu, ætlar Listhlaupadeildin að halda Spurningakeppni fyrir alla iðkendur og fjölskyldur núna í kvöld kl. 20:00. Við hvetjum alla skautara til að fá foreldra og systkini með sér í lið og taka þátt. Spurt verður um hin ýmsu málefni en einnig um íþróttina okkar og því um að gera að fara að lesa sig aðeins til!

Glæsilegir vinningar í boði!

Einkatími á skautum
Gjafabréf frá Subway
Gjafabréf frá Ísbúð Huppu

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér

Framlenging æfingabanns

Að kröfu sóttvarnaryfirvalda og Reykjavíkurborgar höfum við framlengt æfingabann á svæðum félagsins. Staðan verður endurmetin í samvinnu við þessa aðila að viku lokinni.

Meðfylgjandi er texti úr tilkynningu sem barst frá almannavörnum:

„Sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir hafa hvatt alla og höfuðborgarsvæðið sérstaklega til að halda áfram að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum næstu vikur. Markmiðið er að draga úr dreifingu og vexti veirunnar og vinna gegn auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Samfélagið á mikið undir því að það takist að halda skólastarfi gangandi. Því er lögð áhersla á að takmarka blöndun barna og unglinga milli ólíkra leik- og grunnskóla höfuðborgarsvæðisins. Að öðrum kosti getur eitt smit leitt til að óþarflega stórir hópar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í einangrun eða sóttkví.“

Við viljum hvetja iðkendur til að vera dugleg að stunda æfingar heima og taka þátt í áskoruninni okkar #FjölnirHeima.

Smelltu hér til að lesa meira um áskorunina.


Vel yfir 100 manns tóku þátt í stefnumótun Fjölnis 2020

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í gegnum netið á stefnumótunarfundi Fjölnis 2020. Góðar og miklar umræður sköpuðust og það er ljóst að við erum með gott efni í höndunum til að taka næstu skref í stefnumótun markaðs- og kynningarmála og afreksmála.

Við þökkum Gunnari Jónatanssyni fyrir öfluga og faglega fundarstjórn.

#FélagiðOkkar

Hér má nálgast upptöku af fyrri fundinum: https://tinyurl.com/y4x94zw5

Hér má nálgast upptöku af seinni fundinum: https://tinyurl.com/y5tcmj4d


Sigurjón Daði framlengir við knattspyrnudeild Fjölnis!

Sigurjón Daði framlengir við knattspyrnudeild Fjölnis!

Sigurjón Daði Harðarson, markvörður, hefur framlengt samningi sínum við Fjölni út keppnistímabilið 2023.

Þetta eru góðar fréttir en Sigurjón er uppalinn Fjölnismaður, sem kemur úr hinum sterka 2001 árgangi félagsins. Sigurjón hefur leikið samtals 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Við óskum Sigurjóni til hamingju og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

#FélagiðOkkar


Stefnumótunarfundur Fjölnis! Þér er boðið

Kæri félagsmaður, iðkandi eða forráðamaður,

Við minnum á stefnumótunarfund Fjölnis á morgun, laugardaginn 17. október.

Við ætlum að ræða tvö málefni og gefa þér tækifæri að koma að nýrri stefnumótun, annars vegar í markaðs- og kynningarmálum og hins vegar í afreksmálun.

Beint streymi verður í gegnum Facebook Live á síðu Fjölnis og með því að smella á beina hlekki hér að neðan.

ATH! Við munum nota athugasemdakerfi í Facebook Live útsendingunni en ef þú horfir í gegnum beina hlekki þá gefst þér tækifæri að senda spurningar eða fyrirspurnir á arnor@fjolnir.is.

Þitt framlag skiptir máli! Á þessum tímum viljum við nýta tæknina sem best en við viljum benda þér á, að með því að vera í 2-6 manna hópum aukum við líkurnar á því að kreista allt það besta frá stefnumótuninni, að sjálfsögðu þar sem vel er gætt að öllum sóttvörnum.

Kl. 12:00 Hérna er hlekkur v/ Markaðs- og kynningarmála:

Beinn hlekkur: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9355687/player

Kl. 13:45 Hérna er hlekkur v/ Afreksmála:

Beinn hlekkur: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9355680/player

#FélagiðOkkar


Frjálsar íþróttir eru fyrir alla

6-7 ára (árg. 2013-2014)

8-9 ára (árg. 2011-2012)

10-13 ára (árg. 2007-2010)


Dómaranámskeið KKÍ

Ert þú næsti FIBA dómari?

Laugardaginn 17. október mun körfuknattleikssambandið halda dómaranámskeið.

Áætlað er að það standi yfir milli kl. 09:30 og 16:00. Um er að ræða námskeið sem fer einungis fram á netinu.

Það er hagur hreyfingarinnar að fjölga góðum og efnilegum dómurum og því hvetjum við alla félagsmenn til að skrá sig.

Skráning fer fram með því að smella HÉR!

#FélagiðOkkar


Fáðu sent heim!

Kæra Fjölnisfólk – sláum tvær flugur í einu höggi og borðum fyrir #FélagiðOkkar!

Matseðilinn hjá Barion má finna hér: https://barion.is.

  • ATH – Munið að panta frá Barion í Mosfellsbæ
  • Leikmenn knattspyrnudeildar Fjölnis keyra matinn með bros á vör upp að dyrum 🙂
  • Fyllstu varúðar í sóttvörnum að sjálfsögðu gætt
  • Pantað á netinu – einfalt og þægilegt!

Það er ekki eftir neinu að bíða. Barion sér um kvöldmatinn fyrir þig í kvöld og út alla vikuna!

#FélagiðOkkar


Lúkas Logi skrifar undir þriggja ára samning

Það er ánægjulegt að tilkynna í dag gekk knattspyrnudeildin frá þriggja ára samningi við Lúkas Loga Heimisson (f. 2003).

Lúkas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum sem kemur upp úr yngri flokka starfi Fjölnis. Hann hefur spilað 7 leiki með meistaraflokki karla í deild og bikar á þessari leiktíð auk þess hefur hann spilað 3 leiki fyrir U-16 ára landslið Íslands. Þá hefur hann skorað 15 mörk með 2. flokki á Íslandsmótinu.

Við óskum Lúkasi til hamingju og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

#FélagiðOkkar


Hans Viktor framlengir

Hans Viktor Guðmundsson er búinn að framlengja núgildandi samning sinn og gildir framlengingin út tímabilið 2022.

Hans er 24 ára og getur bæði leikið á miðjunni sem og í miðverði. Í sumar hefur Hans tekið þátt í öllum átján leikjum Fjölnis.

Á sínum tíma lék Hans tólf U21 landsleiki og skoraði hann eitt mark.

Þetta eru frábærar fréttir!

#FélagiðOkkar