Það er ánægjulegt að tilkynna í dag gekk knattspyrnudeildin frá þriggja ára samningi við Lúkas Loga Heimisson (f. 2003).

Lúkas er einn af okkar efnilegustu leikmönnum sem kemur upp úr yngri flokka starfi Fjölnis. Hann hefur spilað 7 leiki með meistaraflokki karla í deild og bikar á þessari leiktíð auk þess hefur hann spilað 3 leiki fyrir U-16 ára landslið Íslands. Þá hefur hann skorað 15 mörk með 2. flokki á Íslandsmótinu.

Við óskum Lúkasi til hamingju og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

#FélagiðOkkar