Kæri félagsmaður, iðkandi eða forráðamaður,

Við minnum á stefnumótunarfund Fjölnis á morgun, laugardaginn 17. október.

Við ætlum að ræða tvö málefni og gefa þér tækifæri að koma að nýrri stefnumótun, annars vegar í markaðs- og kynningarmálum og hins vegar í afreksmálun.

Beint streymi verður í gegnum Facebook Live á síðu Fjölnis og með því að smella á beina hlekki hér að neðan.

ATH! Við munum nota athugasemdakerfi í Facebook Live útsendingunni en ef þú horfir í gegnum beina hlekki þá gefst þér tækifæri að senda spurningar eða fyrirspurnir á arnor@fjolnir.is.

Þitt framlag skiptir máli! Á þessum tímum viljum við nýta tæknina sem best en við viljum benda þér á, að með því að vera í 2-6 manna hópum aukum við líkurnar á því að kreista allt það besta frá stefnumótuninni, að sjálfsögðu þar sem vel er gætt að öllum sóttvörnum.

Kl. 12:00 Hérna er hlekkur v/ Markaðs- og kynningarmála:

Beinn hlekkur: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9355687/player

Kl. 13:45 Hérna er hlekkur v/ Afreksmála:

Beinn hlekkur: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9355680/player

#FélagiðOkkar