Sigurjón Daði framlengir við knattspyrnudeild Fjölnis!

Sigurjón Daði Harðarson, markvörður, hefur framlengt samningi sínum við Fjölni út keppnistímabilið 2023.

Þetta eru góðar fréttir en Sigurjón er uppalinn Fjölnismaður, sem kemur úr hinum sterka 2001 árgangi félagsins. Sigurjón hefur leikið samtals 17 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

Við óskum Sigurjóni til hamingju og hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

#FélagiðOkkar