Aníta Björg Sölvadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Fjölnis til ársins 2024. Aníta, sem er fædd árið 2002 er að hefja sitt fimmta tímabil í meistaraflokki þar sem hún hefur samtals leikið 28 KSÍ leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Aníta er öflugur sóknarmaður sem getur leyst hinar ýmsu stöður framarlega á vellinum. Hún hefur verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu meistaraflokks kvenna síðustu ár þar sem hún hefur gegnt áberandi hlutverki í bæði 2. flokk og meistaraflokki félagsins.

Það er mikið fagnaðarefni að semja við þennan öfluga og uppaldna leikmann sem mun gegna mikilvægu hlutverki í meistaraflokki kvenna á komandi misserum. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Örn Berndsen