Alda Ólafsdóttir semur við Fjölni

Fjölnir hefur samið við Öldu Ólafsdóttur út keppnistímabilið 2024. Alda, sem er fædd árið 1996 er uppalin FH-ingur, hefur leikið 146 KSÍ leiki og skorað í þeim 38 mörk. Alda mun einnig verða hluti af þjálfarateymi liðsins en hún mun stýra styrktarþjálfun. Þá á Alda yngri landsleiki að baki með U17 og U18.

Það er mikið fagnaðarefni að fá þennan öfluga miðjumann til liðs við félagið sem getur einnig leyst hinar ýmsu stöður. Knattspyrnudeildin hlakkar til komandi tímabila saman og væntir mikils af samstarfinu.

ÁFRAM FJÖLNIR

#FélagiðOkkar

Mynd: Baldvin Berndsen