Það var að venju fjölmennt á skákæfingu Fjölnis sem nú bar upp á páskaskákæfingu. Skákdeild Fjölnis er alltaf stórtæk þegar verðlaun og happadrætti eru annars vegar. Helmingur þátttakenda gekk því heim með Bónus-páskaegg eða happadrætti frá Góu.
Foreldrar fjölmenntu til aðstoðar og stóðu sig afar vel eins og alltaf. Leiðbeinendur okkar voru nánast allir í kringum Reykjavík Open eða vinnu og Helgi einn til staðar ásamt Aroni Erni.
Ekki náðist að baka skúffuköku að þessu sinni. Þá eru nú góð ráð dýr. Bankað upp á hjá Sælgætisgerðinni GÓU sem brást vel við og nestaði skákkrakkana vel í skákhléi. Takk GÓA.
Allir krakkarnir tefldu í einum flokki og baráttan um páskaeggin var jöfn og spennandi.
Þeir sem unnu páskaeggin 15 voru eftirtaldir eftir vinningsröð:
  1. Emilía Embla 6. bekk
  2. Walter 6. bekk
  3. Óskar 5. bekk
  4. Ómar Jón 5. bekk
  5. Unnur 6. bekk
  6. Helgi Tómas 3. bekk
  7. Sævar Svan 1. bekk
  8. Elsa Margrét 6. bekk
  9. Sigrún Tara 6. bekk
  10. Arthur 5. bekk
  11. Alexander Felipe 3. bekk
  12. Atlas 2. bekk
  13. Elma 6. bekk
  14. Karen Birta
  15. Magnea Mist 6. bekk
Tíu krakkar duttueinnig  í happadrættis-lukkupottinn.
Næsta skákæfing Fjölnis verður 11. apríl.
Gleðilega páska!
Helgi Árnason
formaður skákdeildar Fjölnis