Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur áður afrekað þetta.

Strákarnir okkar þeir Hólmsteinn Skorri, Kristján Gylfi, Bjartur og Kristinn urðu Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi eftir góða baráttu við sveit Breiðabliks.

Ingvar Orri Jóhannesson nældi sér í lágmark á NÆM í 100m bringusundi á tímanum 1:10:95. Ingvar varð í 7. sæti

Kristinn Þórarinsson varð í 2. sæti í 50m skriðsundi en hann fór á tímanum 23:55 í úrslitunum en í undanrásunum fór hann á tímanum 23:52 sem hans besti tími í greininni

Bjartur Þórhallsson keppti til úrslita í 400m skriðsundi og varð í 5. sæti á tímanum 4:23:51 og í 100m flugsundi á tímanum 1:03:36 og varð í 7. sæti.

Ingibjörg Erla Garðarsdóttir synti til úrslita í 400m skriðsundi á tímanum 4:47:24 og varð í 10. sæti.

Kristján Gylfi Þórisson keppti til úrslita í 50m skriðsundi og endað í 6. sæti á tímanum 25.67 en hann synti á 25.62 í undanrásum.

Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti einnig til úrslita í 50m skriðsundi á tímanum 25:05 og endaði í 5. sæti.

Í dag er svo annar frábær dagur sem krakkarnir okkar eru að taka þátt og því um að gera að taka rúntinn í Laugardalinn og njóta með þeim og hvetja þau áfram

ÁFRAM FJÖLNIR!