Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Gefandi gripsins er forseti Íslands.

Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.

Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791.  Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.

Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.