Útdrætti frestað um viku

Útdrætti happdrætti knattspyrnudeildar sem átti að fara fram 22.apríl hefur verið frestað um eina viku eða til mánudagsins 29.apríl. Vinningsnúmer verða birt hér á heimasíðunni.


Melabúðamót 5.-7.flokks

Helgina 12. – 14. apríl var haldið Melabúðarmótið í Skautahöllinni í Laugardalnum þar sem að iðkendur í 5., 6. og 7. flokki ásamt krílahópnum okkar mættu til leiks. Mótið var að vissu leyti sögulegt þar sem að SR og Fjölnir-Björninn sameinuðust um stúlknalið undir heitinu Reykjavík (5.-6. flokkur) og Reykjavíkurdætur (7. flokkur og kríli) og byrjaði mótið á því að Reykjavík mætti 5. flokks liðinu Fálkum frá SR á föstudagskvöldinu. Á opnunarhátíðinni var síðan „skills“ keppni milli þjálfara íshokkídeildarinnar Fjölnir-Björninn og SR og til að toppa kvöldið mættist 5. Björninn og 5. Ernir þar sem 5. Ernir stóðu uppi sem sigurvegarar með þrjú mörk gegn tveimur.
Mótið gekk mjög vel og voru nokkrir iðkendur að taka þátt í sínu fyrsta íshokkímóti. Það er virkilega gaman að fylgjast með mótum sem þessu og sjá alla þá litlu og stóru sigra sem áttu sér stað. Börnin eru okkar framtíð. Það verður spennandi að fylgjast með þessum ungu leikmönnum vaxa og dafna innan íshokkísins á komandi árum.
Bestu þakkir til SR fyrir að standa vel að mótinu og klára þannig mótatímabil flokkana með glæsibrag.


Sæti í efstu deild tryggt

Meistaraflokkur karla sigraði Hamar 90-109 í fjórða leik liðanna í Hveragerði í gærkvöldi og þar með er sæti í efstu deild, Dominos deildinni, tryggt. Strákarnir unnu einvígið 3-1 eftir að hafa farið í gegnum undanúrslit auðveldlega gegn Vestra frá Ísafirði, 3-0.

Frekari umfjöllun um leikinn má lesa HÉR

Falur Harðarson, þjálfari liðsins segir að Fjölnir eigi að vera meðal þeirra bestu

#FélagiðOkkar


Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Eftirtaldir leikmenn frá Fjölni hafa verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ í Reykjavík.
Æfingarnar fara fram á gervigrasvelli Þróttar í Laugardalnum dagana 15. og 17.apríl næstkomandi undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara.

Þengill Orrason
Vigfús Þór Helgason
Mikael Breki Jörgensson
Óskar Dagur Jónasson
Jökull Hjaltason
Aron Bjarki Hallsson
Kristinn Gunnar Gunnarsson
Anton Breki Óskarsson
Auður Árnadóttir
Ana Natalia Zikic
Embla Karen Bergmann Jónsd.
Embla María Möller Atladóttir

Sjá nánar hér HÆFILEIKAMÓTUN N1 OG KSÍ

Til hamingju og gangi ykkur vel!


Coaching in Iceland

COACHING IN ICELAND ?

Fjölnir Gymnastics, located in Reykjavík Iceland, is seeking TeamGym coaches for our athletes, both children and teenagers.
Our goal is to bring Fjölnir Gymnastics to the top level in Icelandic gymnastics and we are therefore eager to hire ambitious coaches that are conducive to that goal.

Do you meet our requirements?

• Education relevant to gymnastics coaching
• At least two year experience in coaching children/teenagers
• Ability to develop appropriate instructional programs
• Good communication and human relations skills
• A great interest in working with children/teenagers and inspiring them to achieve their goals

We offer a great opportunity for individuals who wants to get inspired by Iceland and it’s unpredictable nature as well as working as a part of ambitious team of gymnastic coaches. We offer competitive salaries and perquisite, great facilities and excellent team spirit! We need you from August 2019 and we can offer either full time or part time employment.

Please send applications and enquiries to the e-mail address hallakari@fjolnir.is. Also feel free to contact our director, Halla Kari Hjaltested, Tel: +354 661 6520.

Coaching in Iceland 2019


Nýr opnunartími skrifstofu félagsins

Nýr opnunartími skrifstofu félagsins.

Skrifstofan er opin mánudaga - fimmtudaga frá klukkan 13:00 - 16:00, símatími skrifstofu er á sama tíma.

Skrifstofan er staðsett í Egilshöll.

Sími 578-2700, netfang skrifstofa@fjolnir.is

Kær kveðja starfsfólk skrifstofu.


Kristinn hlaut Ásgeirsbikarinn fyrir besta afrek karla

Kristinn bætti sig enn frekar í úrslitum í 50 m baksundi í dag á Íslandsmótinu í 50 m laug og hlaut Ásgeirsbikarinn að launum.

Ásgeirsbikarinn er farandgripur og gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands.

Gefandi gripsins er forseti Íslands.

Ásgeirsbikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug.

Kristinn Þórarinsson hlaut bikarinn í ár ásamt Antoni Sveini Mckee SH en þeir fengu jafnmörg FINA stig fyrir sundin sín eða 791.  Kristinn synti 50 metra baksund í úrslitum í dag á tímanum 25,95 sekúndur en Anton Sveinn synti 200 metra bringusund á tímanum 2:16,91 mínútum.

Það var forseti Íslands hr. Guðni Th. J óhannesson sem afhenti bikarinn.

 


Kristinn með lágmark á HM 50

Kristinn Þórarinsson í góðum gír á ÍM 50.  Hann synti á HM 50 lágmarki í 50m baksund í morgun á tímanum 26:05, góð bæting frá því á RIG í janúar en þá synti hann á 26:19.

Kristinn syndir kl. 17:17 til úrslita og hefur þá tækifæri til að gera enn betur, en í dag fer fram síðasti hluti Íslandsmótsins 2019 í 5o metra laug. Mótið fer fram í Laugardalslauginni.


Frábær dagur í lauginni í gær á fyrsta degi ÍM 50

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í 100m baksundi og varð þetta 100. titill Eyglóar á ferlinum. Enginn annar íslenskur sundmaður hefur áður afrekað þetta.

Strákarnir okkar þeir Hólmsteinn Skorri, Kristján Gylfi, Bjartur og Kristinn urðu Íslandsmeistarar í 4x200m skriðsundi eftir góða baráttu við sveit Breiðabliks.

Ingvar Orri Jóhannesson nældi sér í lágmark á NÆM í 100m bringusundi á tímanum 1:10:95. Ingvar varð í 7. sæti

Kristinn Þórarinsson varð í 2. sæti í 50m skriðsundi en hann fór á tímanum 23:55 í úrslitunum en í undanrásunum fór hann á tímanum 23:52 sem hans besti tími í greininni

Bjartur Þórhallsson keppti til úrslita í 400m skriðsundi og varð í 5. sæti á tímanum 4:23:51 og í 100m flugsundi á tímanum 1:03:36 og varð í 7. sæti.

Ingibjörg Erla Garðarsdóttir synti til úrslita í 400m skriðsundi á tímanum 4:47:24 og varð í 10. sæti.

Kristján Gylfi Þórisson keppti til úrslita í 50m skriðsundi og endað í 6. sæti á tímanum 25.67 en hann synti á 25.62 í undanrásum.

Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson synti einnig til úrslita í 50m skriðsundi á tímanum 25:05 og endaði í 5. sæti.

Í dag er svo annar frábær dagur sem krakkarnir okkar eru að taka þátt og því um að gera að taka rúntinn í Laugardalinn og njóta með þeim og hvetja þau áfram

ÁFRAM FJÖLNIR!


Úrslitakeppnin

Meistaraflokkarnir okkar taka nú þátt úrslitakeppni 1.deildar. Strákarnir mæta spræku liði Hamars frá Hveragerði og stelpurnar heyja einvígi gegn Grindavík.

Við hvetjum allt Fjölnisfólk til að fjölmenna og styðja liðin okkar í baráttuni um sæti í Dominos deildinni.

 

Fjölnir - Hamar

  1. leikur, lau. 6.apríl kl. 18:00 - Dalhús - 108-82
  2. leikur, þri. 9.apríl kl. 19:15 - Hveragerði
  3. leikur, fös. 12.apríl kl. 19:15 - Dalhús
  4. leikur, mán. 15.apríl kl. 19:15 - Hveragerði*
  5. leikur, mið. 17.apríl kl. 19:15 - Dalhús*

*ef þörf verður á

 

Fjölnir - Grindavík

  1. leikur, mið. 3.apríl kl. 19:15 - Dalhús - 72-79
  2. leikur, sun. 7.apríl kl. 17:00 - Grindavík - 81-79
  3. leikur, mið. 10.apríl kl. 19:15 - Dalhús
  4. leikur, lau. 13.apríl kl. 17:00 - Grindavík*
  5. leikur, þri. 16.apríl kl. 19:15 - Dalhús*

*ef þörf verður á