Byrjendanámskeið í Tennis

Byrjendanámskeið í Tennis fyrir börn 10-13 ára. Skráning er hafin á heimasíðu félagsins https://fjolnir.felog.is

Laugardagar, klukkan 16:30 – 17:30 – frá 26. jan til 25.


Eygló Dís Ármannsdóttir sigrar á stórmóti í tennis

Um helgina fór fram stórmót Tennissambands Íslands.  Þar náði Eygló Dís Ármannsdóttir þeim frábæra árangri að sigra í flokki U12 með glæsibrag.

Við óskum henni til hamingju.

#FélagiðOkkar


Hera Björk íslandsmeistari í tennis 2018

Okkar frábæru tennisstelpur Hera Björk og Georgina Athena unnu góða sigra á íslandsmótinu í tennis um helgina, aðrir keppendur stóðu sig líka vel.

Hera Björk Brynjarsdóttir varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða- og í tvíliðaleik.

Hún vann á laugardaginn í undanúrslit á móti Iris Staub 6-2/6-3.

Á sunnudeginum spilaði hún í úrslitaleik á móti Önnu Soffiu Grönholm og var það mjög spennandi leikur sem endaði með því að Hera sigraði, 1-6/ 6-3/ 7-6 (7-1)

Hera Björk var svo líka íslandsmeistari í tvíliðaleik með Önnu Soffíu.

Á miðvikudaginn fer Hera aftur út í  Háskólann í Bandaríkjunum (Valdosta Stata í Georgiu) til náms og æfinga.

 

Georgina Athena Erlendsdóttir stóð sig mjög vel og átti frábært mót.  Hún endadi í 2. sæti í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Sofíu Sóley Jónasdóttur og svo endaði hún í  2 sæti í einliðaleik í  U16.

Frábært mót hjá okkar tennisfólki og þetta sýnir að  við verðum að fara bæta aðstöðuna hjá okkur í Egilshöll svo að okkar ungu iðkendur hafi tækifæri til að feta í fótspor þessara frábæru fyrirmynda.

#FélagiðOkkar