Tennisnámskeið og æfingar Fjölnis og Þróttar á tennisvöllum Þróttar í Laugardal sumarið 2020

FJÖLNIR OG ÞRÓTTUR  halda tennisnámskeið og æfingar fyrir börn, unglinga og fullorðna í sumar. Allir velkomnir. Yfirþjálfari er: Carola Frank

Carola Frank er doktor í hreyfifræði (Movement Analysis and Motor Development) og með meistarapróf í sérkennslu í íþróttafræði. Hún keppti í Brasilíu þegar á unglingsárunum en fékk íþróttastyrk til fjögurra ára til að stunda háskóla tennis í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún fyrir Auburn University í Montgomery. Hún hefur líka reynslu á WTA (tennismótaröð atvinnu tennis kvenna) en hún tók þátt mótunum frá 1984 til 1992. Hún hefur verið landsliðsþjálfari kvenna á Íslandi og sér nú um þróunarverkefni fyrir TSÍ.

Þriðjudaga og miðvikudaga frá 1.-14. júní og mánudaga og miðvikudaga frá 15. júní – 14. ágúst.

Tuesday and Wednesdays from June 1st to 14th and Mondays and Wednesdays from June 15th to August 14th  

16:30 - 17:30 - Advanced young competition players

17:30 - 18:30 - Intermmediate and advanced players

 

Mánudaga og miðvikudaga frá 1. júlí til 10. ágúst.

Mondays and Wednesdays from July 1st to August 10th.

18:30 to 19:30 6-week Beginner adult course

 

The following costs apply for Summer practices:

 

1 x week - 1 month: 13.000 kr.

2 x week - 1 month: 24.000 kr.

 

1 x week - 2 months: 24.000 kr.

2 x week - 2 months: 32.000 kr

 

1 x week - 2,5 months (until August 14th): 32.000 kr

2 x week - 2,5 months (until August 14th): 40.000 kr

Beginner Adult Course: 26.000 kr

 

Þrek einkaþjálfun/conditioning personal training practice for competition players – scheduled twice a month on an individual basis with coach Alana Elín:

Fjölnir/þróttur players: 9,000 kr for entire Summer           Other club players: 12,000 for entire Summer

NO-SHOWS in personal training conditioning are charged the actual value of the session (i.e: 6000 kr). Cancellations must be done with a minimum of 24-hour advance notice.

 

Þjálfari metur hvaða hópur hentar hverjum og einum.
Einnig er hægt að fá tennis einkaþjálfun á öðrum tímum.

Skráning og fyrirspurnir: brazilian_2001@hotmail.com eða skrifstofa Fjölnis - skrifstofa@fjolnir.is – 578-2700

 

Þeir sem sækja námskeið fá 50% afslátt af árgjaldi tennisdeildar Þróttar, sem veitir aðgang að völlum Þróttar í Laugardalnum. Upplýsingar um tennisdeild Þróttar veitir Bragi Leifur Hauksson, bragihauksson@gmail.com, s. 864-2273.

Þess verður gætt að fylgja fyrirmælum íþróttahreyfingarinnar og sótttvarnarlæknis!


Góður árangur Eygló Dísar og Saule á síðustu tennismótum ársins

Tennisspilararnir  frá Fjölni Eygló Dís Ármannsdóttir og Saule Zukauskaite stóðu sig vel á stórmóti TSÍ sem haldið var í nóvember, og eins Jólabikarmóti Tennishallarinnar, haldið í desember.

Á stórmóti TSÍ lenti Eygló Dís í 1. sæti í einliðaleik U14, og Saule í 1. sæti í einliðaleik U12 og 2. sæti einliða U14.

Á jólabikarmótinu lenti Saule í 1. sæti einliða U12, 1. sæti tviliða U14 og 1. sæti einliða U-14. Eygló Dís lenti í 1. sæti í einliðaleik U16 og 2. sæti í einliðaleik U14.

Við óskum þessum flottu stúlkum innilega til hamingju með árangurinn!

 


Tennisæfingar á vorönn

Nú eru tennisæfingar á vorönn hafnar og verða eftirfarandi æfingar í boði:

Mánudagar:
16:30-18:30 – Afrekshópur barna
18:30 – Framhaldshópur fullorðinna

Fimmtudagar
16:30-18:30 – Afrekshópur barna
18:30 – Keppnishópur (blandaður hópur unglinga og fullorðinna)

Laugardagar
9:30 – Framhaldshópur fullorðinna

Sunnudagar
16:30 – Yngsti afrekshópur
17:30 – Keppnishópur (blandaður hópur unglinga og fullorðinna)
18:30 – Byrjendahópur fullorðinna

Þrekæfingar fyrir afreksspilara verða einnig í boði (verð 10 þús fyrir alla önnina).

Verðskrá (öll önnin):
1x í viku 30.000
2x í viku 51.400
3x í viku 65.000
4x í viku 68.000

Vinsamlegast hafið samband við Carolu ef spurningar vakna: brazilian_2001@hotmail.com


Tennisæfingar fyrir byrjendur

Nú eru æfingar vetrarins að hefjast og á sunnudögum verða í boði æfingar fyrir byrjendur í tennis: kl. 16:30 fyrir börn og kl. 18:30 fyrir fullorðna. Æfingarnar verða haldnar í Tennishöllinni í Kópavogi og verður fyrsta æfingin 1. september. Verð fyrir önnina er 29.400 kr.

Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt. Skráning og frekari upplýsingar  hjá Carolu: brazilian_2001@hotmail.com.

 

 


Fjölnisfólk á ITF Icelandic Senior Championships

ITF (International Tennis Federation) Icelandic Senior Championships var haldið nú á dögunum en þetta er þriðja árið sem mótið er haldið hérlendis. Um er að ræða mót sem gefur stig á alþjóðlegum stigalista ITF og er eingöngu fyrir leikmenn 35 ára og eldri. Fjölniskonurnar Carola Frank og Sigríður Sigurðardóttir sigruðu í tvíliðaleik eftir úrslitaleik við Ingu Lind Karlsdóttur og Ólöfu Loftsdóttur sem fór 7-6(5) og 6-4. Í úrslitaleik í einliðaleik karla keppti Milan Kosicky á móti Teiti Ólafi Marshall. Fjölnismaðurinn Teitur sigraði 6-3, 6-4 og hreppti þar með sinn þriðja ITF titil.


Góður árangur á Íslandsmótinu utanhúss

Íslandsmót utanhúss í tennis 2019 var haldið í júní. Fulltrúar Fjölnis á mótinu stóðu sig vel:
Hera Björk Brynjarsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliða í meistaraflokki og hafnaði í 2. sæti í einliðaleik.
Eygló Dís Ármannsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í U-14, 2. sæti í U-16 í einliðaleik og 2. sæti í B keppni meistaraflokks.
Paul Martin Cheron lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik og 2. sæti í U-14 í einliðaleik.
Helgi Espel Lopez lenti í 2. sæti í U-14 tvíliðaleik.
Saule Zukauskaite lenti 3. sæti í U-14 einliðaleik.
Daniel Pozo lenti í 3. sæti í U-12 einliðaleik.
Carola Frank og Óskar Knudsen urðu Íslandsmeistarar í tvenndarleik í flokki 30 +.

Við óskum þessu flotta Fjölnisfólki til hamingju með árangurinn.


Hera Björk fyrir hönd Íslands

Hera Björk Brynjarsdóttir úr tennisdeild Fjölnis tók þátt á Smáþjóðaleikunum sem fóru fram í Svartfjallalandi dagana 27.maí til 1.júní.

Hera Björk sem er nýlega komin heim eftir tímabil með tennisliði Valdosta Sate í Georgíu, keppti á móti Marie Anne Weckerle frá Lúxemberg. Hera þurfti að lúta í lægra haldi 2:0.


Góður árangur á Reykjavíkurmótinu

Opna Reykjavíkurmótið í tennis fór fram á dögunum og náðist þar frábær árangur meðal iðkenda Fjölnis.

Egill G. Egilsson og Ólafur Helgi Jónsson unnu í liðakeppni meistaraflokks og 30 ára og eldri.

Eygló Dís Ármannsdóttir vann í einliða í U-14 og tvíliða með Saule Zukauskaite, en síðarnefnda varð í 2.sæti í einliða.

Eygló lenti einnig í 2.sæti í einliða í U-16. Enn fremur vann hún einliða í 7.bekk á Grunnskólamóti Reykjavíkur.

Helgi Espel Lopez vann í einliða í U-14 og lenti í 2.sæti í tvíliða með Paul Cheron.

Að lokum varð Fjölnir í 2.sæti í meistaraflokki kvenna.

Glæsilegur árangur hjá iðkendum tennisdeildar.


Skráningar á sumarnámskeið félagsins í fullum gangi

Skráningar á sumarnáskeið félagsins eru í fullum gangi.

Fjölbreytt úrval námskeiða er í boði hjá deildum félagsins.  Sjá allar upplýsingar um námskeið HÉR.

Allar skráningar á námskeið og æfingar félagsins eru rafrænt í Nóra, skráningakerfi félagsins https://fjolnir.felog.is/

 


Íslandsmót innanhús í tennis

Frábær árangur náðist síðustu helgi hjá okkar fólki í íslandsmótinu í tennis innanhús,

Saule Zukauskaite endadi í 2. sæti á Íslandsmót Innanhús, bæði í U12 og í U14 (hún er bara 10 ára gömul)

Mikið efni hér á ferð og það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni

Hera Björk heldur áfram að bæta sig og spilaði mjög vel með sínum háskóla þann 17. mars, í Cleveland, Tennessee, en þá vann Hera Björk Brynjarsdóttir mikilvægan leik á móti Lauren Trammell frá Lee University 4x6/ 6x4/ 6x4 sem þýddi að liðið hennar í Valdosta State University sigraði á móti Lee University 4 x 3.

Frábærar íþróttakonur - framtíðin er björt.

#FélagiðOkkar