Hera Björk íslandsmeistari í tennis 2018
Okkar frábæru tennisstelpur Hera Björk og Georgina Athena unnu góða sigra á íslandsmótinu í tennis um helgina, aðrir keppendur stóðu sig líka vel.
Hera Björk Brynjarsdóttir varð um helgina tvöfaldur Íslandsmeistari í tennis, bæði í einliða- og í tvíliðaleik.
Hún vann á laugardaginn í undanúrslit á móti Iris Staub 6-2/6-3.
Á sunnudeginum spilaði hún í úrslitaleik á móti Önnu Soffiu Grönholm og var það mjög spennandi leikur sem endaði með því að Hera sigraði, 1-6/ 6-3/ 7-6 (7-1)
Hera Björk var svo líka íslandsmeistari í tvíliðaleik með Önnu Soffíu.
Á miðvikudaginn fer Hera aftur út í Háskólann í Bandaríkjunum (Valdosta Stata í Georgiu) til náms og æfinga.
Georgina Athena Erlendsdóttir stóð sig mjög vel og átti frábært mót. Hún endadi í 2. sæti í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Sofíu Sóley Jónasdóttur og svo endaði hún í 2 sæti í einliðaleik í U16.
Frábært mót hjá okkar tennisfólki og þetta sýnir að við verðum að fara bæta aðstöðuna hjá okkur í Egilshöll svo að okkar ungu iðkendur hafi tækifæri til að feta í fótspor þessara frábæru fyrirmynda.
#FélagiðOkkar
30 ára afmælistreyja til sölu
Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis er sérstök og falleg afmælistreyja til sölu. Afmælistreyjan er endurgerður fyrsti keppnisbúningur félagsins.
Treyjan er fáanleg í öllum stærðum - einnig í barnastærðum. Á skrifstofu Fjölnis í Egilshöll eru treyjur í S, M, L og XL ef fólk vill koma og máta. Eins verður hægt að máta treyjurnar á öllum næstu heimaleikjum meistaraflokks kvenna og karla.
Á myndunum, til viðmiðunar, þá er Gunnar Már í large treyju og Kristjana er í small treyju.
Verð: 6.990 kr. (ekkert númer eða 88 á bakinu).
Verð: 7.490 kr. (með sérstöku númeri, t.d #4).
Tekið er við pöntunum á netfangið geir@fjolnir.is
#FélagiðOkkar
Sumarbúðum Bjarnarins og Skautafélags Akureyrar lokið
Árgangamót
Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölnis verður haldið glæsilegt árgangamót, sem verður svo árlegt, laugardaginn 11. ágúst á heimavellinum okkar í Dalhúsum. Þetta verður 21 árganga mót, fyrir bæði kynin auðvitað, sá elsti er '78 og yngsti er '98. Spilað verður á fallega grasinu okkar!
Dagskráin er eftirfarandi:
-Árgangamótið hefst kl. 16:00 eftir að Extra mótið klárast sem er fyrr um daginn.
-Allir grasvellir uppsettir með mörkum, merktir og klárir eftir Extra mótið.
-Leikmenn meistaraflokks karla Fjölnis eru ekki gjaldgengir í mótinu sjálfu.
-Spilað verður 1x 12 mín leikur 5 á 5.
-Árgangamótið klárast kl. 17:30.
-Grillaðir hamborgarar&kaldur, verðlaunaafhending og lokahóf á Gullöldinni um kvöldið.
-Tryllt GullaldarPartý langt frameftir nóttu.
-Verð: 3.000 kr. per einstakling. Innifalið grillaðir hamborgarar, kaldur, meldingar og frábær skemmtun.
Allir velkomnir. Ekki láta þig vanta. Sumir árgangar eru fjölmennir því er í lagi að vera með fleira en eitt lið í hverjum árgangi á meðan aðrir eru sameinaðir. Ræðið við fyrirliða.
Fyrirliðar hvers árgangs sem sjá um skráningu og utanumhald og senda á geir@fjolnir.is. Þá verða einnig sérstakir heiðursgestir sem þið öll þekkið kynntir til leiks bráðlega.
KK
‘98 – Jónas Breki Svavarsson
'97 – Georg Guðjónsson
’96 – Þorgeir Örn Tryggvason
’95 – Jón Andri Guðmundsson
‘94 – Nökkvi Fjalar Orrason
'93 – Hjörleifur Þórðarson
’92 - Páll Dagbjartsson
’91 – Steinar Örn
‘90 – Marinó Þór Jakobsson
'89 – Elvar Örn Guðmundsson
’88 – Ottó Marinó Ingason
’87 – Haukur Lárusson
‘86 – Ingimundur Níels Óskarsson og Þórir Hannesson
'85 – Ivar Bjornsson
’84 – Halldór Fannar Halldórsson
’83 – Gunnar Már Guðmundsson og Andri Steinn Birgisson
‘82 – Óli Páll Snorrason og Ingi Þór Finnsson
'81 – Hinrik Arnarson
’80 – Júlíus Ingi Jónsson
’79 – Jón Trausti Kárason
’78/77 – Gunnar Þór Jóhannesson og Steinar Gudmundsson
KVK
‘98 – Rakel Marín Jónsdóttir
'97 – Agnes Guðlaugsdóttir
’96 – Kamilla Einarsdóttir
’95 – Jónína Björk Bogadóttir
‘94 – Erla Valgerður Birgisdóttir
'93 – Katrín Ragnarsdóttir
’92 – Margrét Kristjánsdóttir og Sigríður Katrín Stefánsdóttir
’91 – Katrín Elfa Arnardóttir
‘90 – Erna Björk Þorsteinsdóttir og Sólveig Daðadóttir
'89 – Dóra Sveinsdóttir
’88 – Jódís Lilja Jakobsdóttir og Oddný Karen Arnardóttir
’87 – Hrefna Lára Sigurðardóttir
‘86 – Gerður Anna Lúðvíksdóttir
'85 – Helena Konradsdottir
’84 – Arna Þórhallsdóttir
’83 – Erla Thorhallsdottir
‘82 – Ása Jónsdóttir og Arna Frímannsdóttir
'81 – Brynja Árnadóttir
’80 – Elín Heiður Gunnarsdóttir
’79 – Sara McGuinness og Ásdís Kristinsdóttir
’78 – Elsý Villa
Hér er sérstök grúbba fyrir Árgangamótið:
https://www.facebook.com/groups/968414666503789/
#FélagiðOkkar
Velkominn Jacky
Jacky Pellerin skrifaði undir samning sem afreks- og yfirþjálfari sundeildarinnar fimmtudaginn 28. júní. Hann mun hefja störf 1. ágúst. Við bjóðum Jacky hjartanlega velkomin og hlakkar okkur mikið til að vinna með honum við að efla deildina og koma Fjölnir aftur meðal stærstu og sterkustu sunddeilda landsins. Jacky er mikill fengur fyrir deildina okkar, hann er vel mentaður þjálfari með mikla reynslu bæði sem yfirþjálfari og afreksþjálfari.
Sjáumst í haust, kveðja stjórn sunddeildar Fjölnis
Hreiðar Bjarki kominn heim
Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Hreiðar er uppalinn Fjölnisdrengur og kemur heim reynslunni ríkar eftir að hafa spilað með Þór A á síðasta tímabili. Hreiðar er framherji og mun koma inn í hópinn sem hefur verið að eflast síðustu vikurnar.
Velkomin heim Hreiðar Bjarki
#FélagiðOkkar
AMÍ 2018
Aldurflokkameistaramóti Íslands (AMÍ) fór fram í blíðskaparveðri á Akureyri um helgina. Alls tóku níu sundmenn þátt í mótinu í ár frá Sunddeild Fjölnis og stóðu þau sig að vanda mjög vel. Mikið um persónulega bætingar og margir að næla sér í stig fyrir Íþróttabandalag Reykjavíkur, enn að líkt og í fyrra keptum við saman með Sunddeild Ármanns og Sunddeild KR undir merkjum ÍBR.
Fremstur í flokki var Ingvar Orri Jóhannesson sem nældi sér í 4 silfur og eitt brons í Drengjaflokki (13-14 ára) auk þess að vinna eitt gull, eitt silfur og eitt brons í boðsundum.
Systir hans Eyrún Anna Jóhannesdóttir nældi sér silfur í 100m skriðsundi meyja (12 ára og yngri) auk þess að vinna eitt gull og eitt silfur í boðsundum
Héðinn Höskuldsson vann eitt silfur og eitt brons í boðsundum í Drengjaflokki.
Arna Maren Jóhannesdóttir vann Brons í Boðsundi í Telpnaflokki
Embla Sólrún Jóhannesdóttir vann svo silfur í Boðsundi í Meyjaflokki
Nær allir voru að bæta sína bestu tíma í sínum greinum.
Nú tekur við sumarfrí hjá öllum flokkum, enn Sumarskólinn mun starfa áfram í allt sumar.
Takk fyrir mig og takk fyrir helgina. Það er búið að vara sannur heiður að vinna með ykkur sl. ár.
Kv. Raggi
Vilhjálmur Theodór skrifar undir hjá körfunni
Vilhjálmur Theodór Jónsson gekk í dag í raðir körfuknattleiksdeildar Fjölnis þegar hann skrifaði undir samning við félagið.
Hann er öflugur framherji og kemur frá Njarðvík. Vilhjálmur Theodór er annar leikmaðurinn sem Fjölnir semur við í vikunni, hinn var Róbert Sig.
Koma þessara tveggja leikmanna styður vel við markmið deildarinnar í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir stjórn Fals Harðarsonar.
Við bjóðum Vilhjálm velkomin í voginn
Á myndinni eru Vilhjálmur Theodór Jónsson og Guðmundur L Gunnarsson framkvæmdastjóri að skrifa undir samninginn.
#FélagiðOkkar
Róbert Sig kominn heim!
Bakvörðurinn knái, Róbert Sigurðsson skrifaði í dag undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.
Róbert er uppalinn Fjölnismaður en var á síðasta tímabili hjá Stjörnunni.
Það er mikill fengur að fá hann aftur í Voginn og undirstrikar það áherslurnar fyrir næsta keppnistímabil.
Við bjóðum hann velkominn í hópinn.
#FélagiðOkkar
Vorsýning miðasala
Fimleikadeild Fjölnis býður þér með í ferðalag í kringum heiminn helgina 1. og 2. júní.
Boðið verður uppá 5 sýningar,
1. júní - Föstudagur
Sýning 1 - kl. 17.00
Sýning 2 - kl. 19.00
2. júní - Laugardagur
Sýning 3 - kl. 11.00
Sýning 4 - kl. 13.00
Sýning 5 - kl. 15.00
Miðaverð 17 ára og eldri - 1.500 kr 6 til 16 ára - 1.000 kr 5 ára og yngri - Frítt